Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Önnur móðir lýsir ófremdarástandi á Sælukoti. Tveggja ára börn ein og án eftirlits í lokuðu rými

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlífi hafa borist ábendingar er varða leikskólann Sælukot og virðast frásögnunum ekki ætla að linna. Óvíst er hvernig Reykjavíkurborg hafi tekið á málinu að svo stöddu en ljóst er að tilkynningarnar eru orðnar margar.

Í gær sagði önnur móðir reynslu sína af leikskólanum, en í síðasta mánuði hafði móðir stigið fram og sagt sína reynslu. Grunur lék á að barn konunnar hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanns. Þá ræddi Mannlíf einnig við leikskólann vegna málsins sem kvaðst hafa sýnt foreldraráði trúnaðargögn frá Barnavernd.

Móðirin segir að hún hafi byrjað að hafa áhyggjur af málþroska barnsins en fór barninu aftur í tali eftir að það byrjaði á leikskólanum.

„Hún kunni að telja og kunni liti, svo fór hún að rugla öllu saman þegar leikskólinn byrjaði. Þegar við vorum að telja sagði hún þá einn , og svo two , three, four,“

Þá segir móðirin að hún hafi spurt út í þetta, og sent tölvupóst . En velti hún því líka fyrir sér hvort nógu margir íslenskumælamdi væru við leikskólann, enda mikilvægt fyrir málörvun barnanna.
Móðirin segir svarið frá leikskólanum ekki eiga við rök að styðjast. Henni hafi verið tilkynnt að mikil íslenska væri töluð við leikskólann.

„Það væru bara tveir starfsmenn sem töluðu ekki íslensku, sem er bara bull því það voru að minnsta kosti fjórir. Og samkvæmt því þá væru tíu starfsmenn á leikskólanum,“ segir móðirin og bætti við að það gæti hreinlega ekki staðist vegna fjölda barna við leikskólann

- Auglýsing -

Einn morguninn sem móðirin segir frá hafi hún mætt seint með barn sitt á leikskólann. Þegar hún kom á staðinn var enginn kennari sjáanlegur og ákvað hún að bíða inn á stofunni eftir kennaranum. Börnin  sem voru um tveggja ára aldur hafi verið skilin eftir ein á deildinni, í lokuðu herbergi án eftirlits.

„Ég kom einu sinni seint, og það var bara enginn inni í stofunni hennar. Ég bíð bara og ég var búin að vera inni í stofunni hennar í svona korter þegar kemur kennari“.

Móðirin segir það ljóst að barnið hennar hafi ekki fengið þá talörvun sem börn þurfa við leikskólann og eins áður hafnaði rekstraraðilinn því alfarið er móðirin spurði.

- Auglýsing -

„Þá sagði hún að það væri allt sungið á íslensku og að börnin lærðu allt á íslensku. Það er bara ekki séns,“ segir hún.

„Þau sögðu mér að ég gæti bara hætt ef ég væri ekki ánægð,“
Þegar móðirin er spurð hvern hún ætti við með ,,þau’’ segir móðirin að hún eigi við rekstraraðilann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -