Fimmtudagur 30. mars, 2023
4.8 C
Reykjavik

Rússar sprengdu tankskip sem var í eigu Nesskips á Íslandi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Rússneski sjóherinn hefur sprengt þrjú skip undanfarna daga í eldflaugaárásum og eitt skipanna var áður í íslenskri eigu. Þar er um að ræða tanksskipið Freyju sem var í eigu Nesskips hér á landi.
Tanksskipið siglir nú undir moldavískum fána og undir nafninu Milenial Spirit. Í gær var það staðsett nærri stórskipahöfninnni við úkraínsku hafnarborgina Odessa, í Svarta hafinu, þegar eldflaug var skotið að skipinu að því er fram kemur hjá Reuters fréttaveitunni.
Skipið, sem áður var íslenskt, er þriðja skipið sem verður fyrir rússneskum eldflaugum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Ekkert skipanna gegndi hernaðarlegu hlutverki. Á fimmtudaginn var tyrkneskt flutningaskip sprengt og síðan voru tvö sprengd í gær. Öll skipin voru nærri hafnarborginni Odessa.
Spirit, sem áður hér Freyja, var að flytja 600 tonn af díselolíu í tönkunum þegar árásin varð. Flestir í áhöfn skipsins eru rússneskir og tveir þeirra slösuðust alvarlega í árásinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -