Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sveinn Andri fer ekki neitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins­son þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri þrotabús­ WOW air. Héraðsdómari Símon Sigvaldason komst að þessari niðurstöðu í málinu í dag.

Arionbanki, sem er einn af stærstu kröfubúum í þrotabú WOW air, hafði óskað eftir því að Sveinn Andri yrði settur af sem skiptastjóri þess vegna vanhæfis. Í samtali við Mannlíf í síðustu viku staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, þetta og ennfremur að það tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

Í máli lög­manns Ari­on banka í dag kom fram að Sveinn Andri hefði beitt sér með óeðli­legum hætti í mála­ferl­um Suns­hine press og Datacell gegn Valitor, þar sem 16 millj­arða er krafist í bæt­ur eft­ir að Valitor lokaði greiðslugátt sem hafði verið til stuðnings Wiki­leaks. Lögmaðurinn hélt því fram að Sveinn Andri hefði komið fram í eig­in nafni og beitt sér gegn Valitor og Ari­on banka en ekki fyr­ir hönd skjól­stæðinga sinna, meðal ann­ars með því að hafa reynt að hindra skrán­ingu Ari­on banka á markað. Þessu vísaði Sveinn Andri alfarið á bug í dag.

Fyrrnefndur dóm­ari í málinu, Símaon Sigvaldason sá ekki ástæðu til að víkja Sveini Andra þrátt fyr­ir kröfu Ari­on. Lög­menn bank­ans ætla nú að fara yfir niður­stöðuna, að því er fram kemur á mbl.is, en ekki hefur verið ákveðið hvort niður­stöðunni verði skotið til Lands­rétt­ar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -