Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Þær vilja starf útvarpsstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls sótti 41 um starf útvarpsstjóra sem var auglýst laust til umsóknar 15. nóvember, en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Kemur það fram á vef RÚV. Upphaflegur umsóknarfrestur rann út 2. desember en ákveðið var að framlengja hann um viku, eða til 9. desember.

Eftirtaldar konur hafa staðfest að hafa sótt um starf útvarpsstjóra:

Elín Hirst

Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttastjóri sjónvarps á RÚV, birti skjáskot af umsókn sinni á Facebook í gærkvöldi. Elín er með BS-próf í frétta- og blaðamennsku frá University of Florida og MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Kristín Þorsteinsdóttir

Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins staðfesti við Vísi í gærmorgun að hún hefði sótt um. Kristín varð úgefandi 365 miðla árið 2014, seinna sama ár tók hún við sem ritstjóri Fréttablaðsins, sem hún sinnti til júní árið 2018, þegar hún tók aftur við sem útgefandi blaðsins. Kristín lét af störfum hjá Fréttablaðinu í lok september.

Kolbrún Halldórsdóttir

Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri hreyfingarinnar- grænt framboð og leikstjóri staðfesti við Vísi í gærmorgun að hún hefði sótt um. Kolbrún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1978.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður birti færslu á Facebook 6. desember þar sem hún sagðist hafa sótt um. Titill færslunnar var „Við höfum öllu að tapa.“

- Auglýsing -

Svanhildur Hólm Valsdóttir

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlakona, staðfesti við Vísi seinni partinn í dag að hafa sótt um. Svanhildur er lögfræðingur að mennt og hefur verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra frá árinu 2012. Frá 2009-2012 var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur var bæði þáttastjórnandi í Kastljósi hjá Ríkisútvarpinu og Íslandi í dag á Stöð 2.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -