Þriðjudagur 21. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Þórólfur kveður: „Við eigum eftir að hittast aftur og knúsast betur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dagurinn í dag var sá síðasti hjá Þór­ólfur Guðna­son sem sótt­varna­læknir landsmanna. Þórólfur ræddi við fréttamann Frétta­vaktarinnar í kvöld.

Hann bendir á að gríðar­­legur fjöldi fólks hafi tekist á við far­aldurinn, ekki einungis þrí­­eykið, hann sjálfur, Alma Möller, land­­læknir og Víðir Reynis­­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn.

„And­litin út á við höfum verið ég og Alma og Víðir svo­lítið en það er fullt af fólki sem á stóran hlut í þessu. En það er kannski ekkert ó­­eðli­­legt þó að fólk tengi endi­­lega mig við öll þessi við­­brögð og svona, en það er fjöldinn allur að fólki og fjöldinn sem heldur á­­fram og nýr sótt­varna­læknir sem er alveg frá­bær, svo ég held að það sé enginn sem þurfi að hafa neinar á­hyggjur,“ segir Þór­ólfur.

Í dag var fólk boðið að leggja inn spurningar fyrir Þórólf. Blaðamaður tók nokkrar spurningar saman, en meira var um kveðjur og heillaóskir.

Ein spurning sem Þór­ólfur svarar í Frétta­vaktinni hljóðar svo: Hve­­nær ætlar þrí­­eykið að knúsast? Alma lofaði því…

„Við höfum gert það. Ég knúsaði Ölmu í morgun og ég knúsaði Víði í gær, við eigum eftir að hittast aftur og knúsast betur,“ svaraði Þór­ólfur.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -