2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kræsilegir karamellubitar

Þessir fallegu, gómsætu og einföldu bitar eru tilvaldir með kvöldkaffinu eða sem sætmeti eftir brönsinn um helgina. Flott tilbreyting eftir allt jólakonfektið.

 

Karamellubitar

BOTN
240 g smjör, mjúkt
120 g sykur
1 tsk. vanilludropar
340 g hveiti

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í botn á ferköntuðu formi, u.þ.b. 22 x 35 cm og penslið inn á hliðar með olíu. Kökuna má líka baka í kringlóttu formi, gott að nota form sem er 26-28 cm í þvermál.

Hrærið smjör, sykur og vanilludropa vel saman. Bætið hveiti út í og blandið saman. Takið ¼ af deiginu frá og geymið. Setjið afganginn af deiginu í formið og þrýstið því niður. Gott er að nota blautar hendur við þetta.

AUGLÝSING


Hellið karamellunni yfir og myljið það sem þið geymduð af deiginu yfir. Bakið í 25 mín. Skerið í bita. Má frysta.

KARAMELLA
60 g smjör
80 g púðursykur
1 msk. síróp
1 dós, 14 oz, dósamjólk (sweetened condensed milk) fæst m.a. í Vietnam market
1 tsk. vanilludropar

Setjið allt í pott og sjóðið saman í 5-8 mín. eða þar til karamellan er fallega brún. Takið af hita og bætið vanilludropum saman við. Passið að hræra í pottinum um leið og þið kveikið undir svo ekki brenni við.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni