George Clooney til Íslands

George Clooney verður á Íslandi í október.

Stórleikarinn George Clooney kemur til Íslands í haust í tengslum við gerð kvikmyndar fyrir streymisveituna Netflix.

Clooney mun leikstýra myndinni ásamt því að fara með aðalhlutverkið. Þessu er sagt frá á vefnum Backstage.

Þar kemur fram að handrit myndarinnar sé byggt á skáldsögunni Good Morning, Midnight og að tökur muni hefjast snemma í október. Tökur myndarinnar munu einnig fara fram í Bretlandi.

Þess má geta að bókin Good Morning, Midnight eftir bandaríska höfundinn Lily Brooks-Dalton kom út árið 2016 og segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna að komast af eftir heimsendi.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is