Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Andrew Polec minnist Meat Loaf: „Það er kominn tími til að segja frá vandræðalegri sögu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngvarinn og leikarinn Andrew Polec skrifaði hjartnæma færslu á Instagram í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá andláti rokkgoðsagnarinnar Meat Loaf.

Andrew Polec lék aðalhlutverkið í söngleik Jim Steinman, Bat Out Of Hell: The Musical sem sýnt var í Bretlandi og Bandaríkjunum frá 2016 til 2019, við fádæma vinsældir en söngleikurinn hlaut fjöldi tilnefninga og verðlaun. Polec skrifaði hjartnæma færslu á Instagram þar sem hann minnist kynna sinna af Meat Loaf, sem söng flest lög Jim Steinman heitins en þann 20. janúar síðastliðinn voru liðin tvö ár frá andláti Meat Loaf en hann lést eftir erfið Covid-veikindi. Fyrstu kynni Polec og Meat Loaf voru nokkuð vandræðalega og segir Andrew frá því í færslunni.

„Tvö ár 💔,“ skrifaði Polec í upphafi færslunnar og hélt áfram: „Það er kominn tími til að segja frá vandræðalegri sögu varðandi fyrstu kynnum mínum af Meat.“

„Ég fékk þann heiður að afhenda Meat Loaf @qmagazinemusic „Q Hero Award“ fyrsta daginn sem ég hitti hann. Fyrir utan að vísa til hans sem „Hr. Loaf“ í eðalvagninum þegar við keyrðum á viðburðinn – sem hann sagði mér fljótt að „hætta“, átti ég aðra stund sem ég er enn að sparka í sjálfan mig útaf.“

Eftir að Polec afhenti Meat Loaf verðlaunin, rétti Meat hinum unga og upprennandi listamanni umslag. „Eftir að hafa veitt honum verðlaunin tók Meat verðlaunaumslagið og kortið og skrifaði mér mjög persónuleg skilaboð á meðan á athöfninni stóð – óskaði mér alls hins besta með Bat Out of Hell og við að halda á kyndlinum. Það innihélt líka eitthvað á þá leið að ég væri andlegur arftaki hans og hversu ánægður hann var fyrir mína hönd. Burtséð frá því þá var seðillinn mér mikils virði og ég gat ekki trúað því að hann væri að gefa mér þetta fyrsta kvöldið sem við hittumst.“

Polec segir í færslunni að Frances Marie, umboðsmaður Meat Loaf, geti staðfest að Meat skrifaði honum þessi skilaboð, enda hafi hún verið sú sem hvatti goðsögnina til að skrifa bréfið. „Allavega, þetta verðlaunakort var aðeins stærra en opið í kápuvasanum mínum, svo ég þurfti að halda á því mestalla nóttina. Til að flagga þessu korti ekki fyrir framan aðra stakk ég því innanklæða í kápunni minni og krosslagði handleggina til að halda því þar. Í eftirpartýinu kom auðvitað augnablik þar sem ég var með kortið en næstu mínútuna var það horfið. Ég hlýt að hafa misst það á jörðina áður en ég fór á klósettið. Ég skannaði svo  gólfið í næstu klukkutíma og leitaði og bað til Guð um að ég myndi finna skilaboðin aftur. Ég gerði það aldrei. Ég missti það og líklegast hefur einhver annar tekið það. Fyrirgefðu mér Meat.“

- Auglýsing -

Síðustu orð Polec eru hjartnæm:

„Þegar ég lít til baka á þetta allt saman – held ég að ég hafi í raun ekki þurft þessi skilaboð á blaði. Það voru gjörðir þínar sem héldu áfram að veita mér innblástur og eldsneyti meðan Bat æðið var í gangi. Það að kynnast þér var þýðingarmesta ævintýrið. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir leiðsögn þína, frábæru sögur þínar, þjálfun þína, trú þína á mig og glampann í augunum þínum þegar ég vissi ekki hvort þú værir að fíflast í fólki eða ekki. Takk fyrir að vera hetjan mín. Sendi mikla ást til þín og Jim.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Andrew Polec (@andrewpolec)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -