Sunnudagur 5. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bítlarnir gefa út nýtt lag: „Þetta er frekar tilfinningaþrungið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bítlarnir gefa út glænýtt lag í næstu viku.

„Lokalagi“ vinsælustu hljómsveitar sögunnar, Bítlanna, hefur verið beðið lengi en lagið, Now and Then, kemur loks út í næstu viku eða þann 2. nóvember næstkomandi. Notast var við gervigreindartæknina sem Peter Jackson notaði í heimildarmyndinni Get Back. Með tækninni var hægt að einangra og bæta söng John Lennon í lélegum upptökum sem til voru á kassettu. Lagið kemur út á nýrri safnplötu Bítlanna en þar má finna endurbættar útgáfur af bestu lögum þeirra John, Paul, George og Ringo.

„Þarna var hún, rödd Johns, kristaltær,“ sagði Paul McCartney í yfirlýsingu. „Þetta er frekar tilfinningaþrungið. Og við spilum allir í því, þetta er ósvikin Bítlaupptaka. Að vera enn að vinna við Bítlatónlist árið 2023, og vera í þann veg að gefa út nýtt lag, sem almenningur hefur ekki heyrt, mér finnst spennandi hlutur.“

Ringo Starr tjáði sig einnig í yfirlýsingunni:

„Þetta var það næsta sem við komumst því að hafa hann aftur í herberginu svo það var mjög tilfinningaþrungið fyrir okkur alla. Það var eins og John væri þarna, þú veist. Það er steikt.“

Now and Then var samið og sungið af John Lennon seint á áttunda áratugnum, heima hjá honum í Dakota-byggingunni í New York-borg. Árið 1994 gaf Yoko Ono, ekkja Johns, Paul, kassettu með hráum upptökum af þremur óútgefnum lögum Lennons. Þar voru lögin Free as a Bird og Real Love, sem komu stuttu síðar út undir nafni Bítlanna. Þriðja lagið var Now and Then en vegna lélegra hljóðgæða á upptökunum var ákveðið að salta lagið en halda upptökum af spileríi þeirra George, Paul og Ringo. Og nú, eftir nokkra daga, mun heimurinn heyra, líklega í síðasta skipti, nýtt lag með einu merkasta bandi allra tíma, Bítlunum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -