Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Grátandi Lady Gaga gat ekki klárað tónleika sína: „Vissi að það var betra að halda ykkur öruggum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Söngdívan Lady Gaga tók þá erfiðu ákvörðun í gærkvöldi að ljúka tónleikum sínum í Miami í flýti. Ástæðan voru eldingar sem voru farnar að færast nær og nær.

Lady Gaga átti eftir að taka tvö lög þegar hún ákvað að taka þá erfiðu ákvörðun að hætta tónleikunum en þetta voru síðustu tónleikarnir í Chromatica Ball tónleikaferðalagi hennar. Í myndbandi á Instagram og með texta á sama miðli, útskýrði hún, tárvotum augum að þó henni hafi þótt þetta ömurlegt hafi þetta verið rétt ákvörðun. Tónleikarnir voru haldnir í Hard Rock höllinni í Miami en höllin hefur ekki þak. Fröken Gaga taldi ekki öruggt að halda tónleikunum áfram í rigningunni því eldingar voru farnar að færast hættulega nálægt höllinni.

Lady Gaga eftir tónleikana í gær.
Ljósmynd: Instagram

Eftirfarandi er texti sem hún skrifaði á Instagram:

„Mér þykir leitt að hafa ekki getað klárað sýninguna mína en það var of hættulegt því eldingarnar voru orðnar óútreiknanlegar og breyttust ört, ég elska ykkur. Sko, í einhver ár hafið þið kallað mig „mamma skrímsli,“ og í hjarta mínu vissi ég að það var betra að halda ykkur öruggum. Takk fyrir að trúa á mig. Þetta var besta tónleikaferðalag lífs míns og ég mun geyma þetta augnablik að eilífu – Það tók mig langan tím að ná heilsu en mér tókst það. Jú,jú, AUÐVITAÐ vildi ég syngja Rain on me fyrir ykkur í rigningunni „I’d rather be dry, but at least I’m alive“ (texti úr laginu). Ég hugsa að ég hafi einhvern veginn vitað að þetta augnablik myndi koma og ég er svo þakklát fyrir ykkur, dansarana mína, hljómsveitina mín og allt starfsliðið mitt, fjölskylduna mína og vini. Öryggið fyrst. Elska ykkur. Takk fyrir blómin og fagnaðarlætin og fyrir skilninginn. Lífið skiptir máli.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -