Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Sir Elton John fluttur á sjúkrahús – Féll niður í glæsihýsi sínu í Frakklandi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sir Elton John er kominn heim eftir að hafa eytt nóttinni á sjúkrahúsi eftir að hann féll niður í glæsihýsi sínu í Nice, Frakklandi.

Söngvarinn, 76 ára, var fluttur á bæklunardeild Princess Grace sjúkahússins í Mónakó, þar sem gert var að minniháttar meiðslum hans.

Talsmaður goðsagnarinnar staðfesti við BBC News að Sir Elton hafi farið á sjúkrahús „í kjölfar falls í gær, á heimili hans í Suður-Frakklandi.“ Hélt hann áfram: „Elton fór á næsta sjúkrahús, til vonar og vara.“

„Í kjölfar eftirlits var hann útskrifaður strax í morgun og er nú kominn heim og við góða heilsu.“

Sir Elton hefur eytt sumrinu í Frakklandi ásamt eiginmanni sínum, David Furnish og tveimur sonum þeirra, eftir að hafa klárað Farewell Yellow Brick Road tónleikaferð sína í júlí.

Mánuði síðar kom hann fram á Pyramid Stage á Glastonbury-hátíðinni þar sem hann söng lög sem spönnuðu allan feril hans.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -