Mánudagur 29. apríl, 2024
8.7 C
Reykjavik

Skáneyjarbunga komin á kortið – Tifað á tinda hefur göngu sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tifað á tinda, nýtt gönguverkefni Ferðafélags Íslands, hefur göngu sína þann 13.janúar og stendur fram í maí. Um er að ræða 18 göngur þar sem lagt er upp með að ganga rólega og byggja upp styrk fólks smám saman. Einn fyrir alla og allir fyrir einn eru einkunnarorð verkefnisins. Verkefnið er sjálfstætt framhald af Skrefunum sem haldið hefur verið úti síðan árið 2016. Hundruð hafa tekið þátt í verkefninu á undanförnum sjö árum og öðlast styrk til sálar og líkama.

Gengið verður á Úlfarsfell alla miðvikudaga.

Göngurnar eru farnar um helgar, ýmist á laugardögum eða sunnudögum. Þær taka yfirleitt 3-4 tíma. Flestar göngurnar eru á bilinu 5-7 kílómetrar og hækkun gjarnan um 300 metrar. Mosfell í Mosfellsdal er fyrsta verkefni hópsins. Meðal nýmæla er ganga á Litla-Hrút þaðan sem gossvæðið verður skoðað. Lokaverkefnið er helgarferð í Borgarfjörð þar sem gengið verður á Skáneyjarbungu, Hraunsnefsöxl og Strút. Í þeirri ferð verður útskrift þátttakenda með tilheyrandi viðurkenningum og verðlaunum. Vikulegar göngur á Úlfarsfell á miðvikudögum klukkan 18. 

Í hverri göngu er ákveðin dagskrá. Æfingakerfið Haukurinn er þar í öndvegi. Þá er sögustund og sungið á efsta tindi eða í dölum svo bergmálar í klettum. Lagt er upp með fræðslu um viðkomandi landsvæði og menningu. Í ferðinni upp í Borgarfjörð mun Geir Waage, fyrrverandi sóknarprestur í Reykholti, segja fólki sögu staðarins.

Fararstjórar eru Guðrún Gunnsteinsdóttir og Reynir Traustason.

Hér að finna verkefnið og önnur í metnaðarfullri vetrardagskrá Ferðafélags Íslands.

- Auglýsing -

Dagskráin í heild sinni:

13.janúar. Mosfell

Laugardagur – kl:09:00. Lengd: 5km. Hækkun: 250m

20.janúar. Helgafell í Mosfellsbæ

Laugardagur – kl:09:00. Lengd: 5km. Hækkun: 210m

- Auglýsing -

27.janúar. Stórhöfði og Hvaleyrarvatn

Laugardagur – kl:10:00. Lengd: 6km. Hækkun: 100m

4.febrúar. Esjurætur. Skógurinn

Sunnudagur –  kl: 09:00. Lengd: 5km. Hækkun: 210m

11.febrúar. Helgafell í Hafnarfirði

Sunnudagur – kl:09:00. Lengd: 7km. Hækkun: 310m

18.febrúar. Æsustaðafjall/Reykjafell.

Sunnudagur – kl:09:00. Lengd: 5km. Hækkun: 220m

25.febrúar. Sandfell/Selfell

Sunnudagur – kl:09:00. Lengd: 6km. Hækkun: 320m

2.mars. Áttan á Úlfarsfelli

Laugardagur – kl:09:00. Lengd: 8km. Hækkun: 450m

9.mars. Fjallið eina/Sandfell

Laugardagur – kl:09:00. Lengd: 7km. Hækkun: 300m

16.mars. Nyrðri- og Syðri-Eldborgir

Laugardagur – kl:08:00. Lengd: 5km. Hækkun: 210m

23.mars. Arnarfell og Þingvellir

Laugardagur – kl:09:00. Lengd: 7km. Hækkun: 300m

7.apríl. Sveifluháls

Sunnudagur – kl:08:00. Lengd: 6km. Hækkun: 250m

14.apríl. Litli-Hrútur og gosstöðvar ****

Sunnudagur – kl:09:00. Lengd: 10km. Hækkun: 300m

21. apríl. Selvogsgata *

 Sunnudagur – kl:09:00. Lengd: 15km. Hækkun: 400m

28.apríl. Hvalfell og Glymur

 Sunnudagur – kl:09:00. Lengd: 8km. Hækkun: 500m

4. – 5. maí. Strútur. Skáneyjarbunga ***

Helgarferð – kl:17:00. Lengd: 2x8km. Hækkun: 500m

Fyrirvari: Höfundur greinarinnar er fararstjóri Ferðafélags Íslands í Tifað á tinda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -