Mánudagur 29. apríl, 2024
8.7 C
Reykjavik

Davíð hatast við Dag: „Berrassaður“ og ekki fyndinn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

„Núverandi oddviti í Reykjavík blasir æ oftar berrassaður við. Nú seinast skreytir hann sig með stolnum fjöðrum, og átti þó ekki eina einustu sjálfur. Líkast var að hann hefði reytt sér skraut úr heilu hænsnabúi,“ skrifar Davíð Oddsson, leiðarahöfundur Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri um Dag B. Eggertsson, núverandi borgarsjóra í Reykjavík.

Davíð Leiðarahöfundur vísar þarna til þess að Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði að læknismenntun Dags hefði ráðið miklu um það að Íslendingum tókst að halda niðri kórónaveirunni. Samkvæmt leiðaranum er Dagur sammála því áliti.

Davíð leggur svo lykkju á leið sína til að upplýsa að Dagur hlaupi gjarnan undan ábyrgð sinni sem borgarstjóri.

„Með því að hlaupa undan í hvert sinn bregst hann trúnaði við borgarbúa. Því fyrr sem hann hverfur til smærri verkefna sem hæfa persónunni því betra,“ skrifar Davíð.

Hann heggur síðan til Jóns Gnarr, fyrrveraddi borgarstjóra, sem hafi stjórnað með fíflagangi,

„Fyrirrennari hans og skjólstæðingur gekkst hinsvegar upp í því að hafa borgarbúa að fíflum með eigin fíflaríi og slapp hann skár með skrípaleikinn enda líður hann ekki fyrir alþekktan skort á kímnigáfu eins og sá sem tók við. Á tímum beggja hallaði hratt
undan fæti höfuðstaðarins, þótt brattinn hafi aukist þetta kjörtímabilið,“ skrifar Davíð sem sjálfur komst á kortið sem skemmtikraftur á sínum tíma með útvarpsþættinum Útvarpi Matthildi.

Ríflega 105% verðmunur á sömu tegund af kertum

Hulda Kristín Smáradóttir vekur á Facebook-síðu sinni athygli á gríðarlegum verðmun á sömu gerð af kertum, 8 stk. í pakka. Í Bónus kostar pakkinn: 598 kr. en í Krónunni: 1229 kr.

„Keypti báða þessa kertapakka í dag en það er töluverður verðmunur á þeim þó þeir séu alveg eins. Sama tegund!“

Viðbrögðin við færslunni láta ekki á sér standa.

Ein segir: „Klikkað“

Önnur: „Krónan er alls ekki ódýr verslun.“

Huldu er þakkað fyrir að deila þessu og minna þannig á mikilvægi þess að vera á tánum:

„Já það er ekki hægt að sitja á svona upplýsingum, þetta er til skammar,“ segir hún þá.

Þá kemur jafnframt fram að Hulda Kristín hafi sent Krónunni bréf og óskað eftir útskýringum en að hún hafi ekki fengið svar. Þá segist hún ætla að skila öðrum kertapakkanum ,,… og endurskoða að versla alltaf við Krónuna.“

Drangeyjarjarlinn er fallinn frá

Jón Eiríksson, oftast kallaður Drangeyjarjarlinn, er látinn. Hann var 91 ára og lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Morgunblaðið greinir frá þessu .

Jón er kenndur við Drangey í Skagafirði. Hann bauð upp á skipulagðar ferðir þangað um langt skeið. Það var árið 1990 sem hann byrjaði að bjóða upp á slíkar ferðir.  Þúsundir ferðamanna hafa líklegast farið með honum í Drangey síðan.  Jón var ennfremur þekktur sem hagyrðingur.

Jón lætur eftir sig tíu börn úr tveimur samböndum. Fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Eiríkur, Sigurjón, Viggó, Sigmundur og Alda. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir. Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn.

Krabbameinsfélagið viðurkenndi tug milljóna króna bótaskyldu á afmælisdegi konunnar

Krabbameinsfélag Íslands. Mynd / Krabb.is

Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli konu sem fékk ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá félaginu árið 2018. Mál 11 kvenna sem fengu ranga greiningu í skimun hjá félaginu eru nú á borði Embættis landlæknis af þeim eru nú þrjár látnar.

Konan sem félagið hefur viðurkennt sig bótaskylt gagnvart er nú langt leidd af krabbameini fékk fréttirnar í dag á afmælisdeginum sínum.  Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna greindi frá viðurkenningu Krabbameinsfélagsins í Speglinum í kvöld og segir að skaðabæturnar sem hún fær greiddar hlaupa á tugum milljónum króna.

„Tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hefur viðurkennt bótaskyldu umbjóðanda míns sem upphaflega byrjaði þetta mál. Þetta þýðir að það er viðurkennt að það hafi átt sér stað brotalöm hjá Krabbameinsfélaginu er varðar málefni umbjóðanda míns. Tryggingafélagið lítur svo á að Krabbameinsfélagið séu skaðabótaskylt vegna þessara mistaka,“ sagði Sævar.

Í máli fjögurra kvenna sem eru taldar hafa fengið ranga greiningu í leghálsskimun 2018 er farið fram á skaðabætur.

Sævar sagði mikinn léttir fyrir konuna að fá fréttirnar í dag en segist ekki geta sagt til um áhrifin sem niðurstaða í máli hennar hefur á mál annarra kvenna.

„Já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér“

Húmoristar á internetinu hafa eflaust skemmt sér yfir því að andlit er komið á konuna sem átti árið 2007 að hafa hringt inn á Bylgjuna í þáttinn Reykjavík síðdegis þar sem hún sendir kaldar kveðjur á hjákonu mannsins síns. „Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum sem er farin að ríða karlinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér, eyðileggja líf mitt,“ sagði hún í þættinum.

Á Facebook-síðu konunnar, Guðrúnar Fríðu Guðmundsdóttur birtist stöðuuppfærsla fyrr í dag sem hljóðaði svo: „já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér.“ Maðurinn á svo að hafa svarað henni og þau skiptast á ófögrum orðum.

Karakterinn Guðrún Fríða léttir á sér á Facebook

Blessunarlega virðast þessir Facebook-aðgangar vera grín en skjáskotum af samskiptum karakterana hefur verið deilt manna á milli í kjölfar endurlits upptökunnar sem Hörður Ágústsson birti á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Grínið nær greinilega nokkur ár aftur í tímann en síðurnar voru gerðar fyrir um 5 árum síðan. Mörgum kann að þykja illa vegið að þeim Haukum landsins sem eru Alfreðssynir en engin ber nafnið Guðrún Fríða Guðmundsdóttir.

Sam
Sambandið þeirra hefur verið flókið enda hélt Haukur 4x framhjá

Upptakan sem Hörður Ágústsson deildi á Twitter í gær gekk manna á milli um netheima í dag þar sem kona hringdi inn á Bylgjuna og ræddi stöðu aldraðra og öryrkja. „Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á landspítalanum sem er farinn að ríða karlinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér, eyðileggja líf mitt“
„Já, takk fyrir þetta“, sagði útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason og lagði á.

Konan hafði hringt inn til að ræða stöðu öryrkja og aldraðra og kvaddi með þessari kveðju til hjákonunnar.

Nokkru eftir símtalið umtalaða birtist grein á Vísi þar sem greint var frá því að karlinn væri nú fluttur til geðhjúkrunarfræðingsins. Blaðamaður Vísis fékk þá konuna í viðtal sem var sigri hrósandi yfir viðbrögðunum sem símtalið fékk. Hún hafði fengið hrós, „meðal annars á hárgreiðslustofum“.

Konan fór fremur ófögrum orðum um geðhjúkrunarfræðinginn og sagði hana hrikalega geðvonda og vera að reyna að sálgreina manninn hennar. „Hann býr núna hjá henni en er að sofa hjá mér,“ sagði konan í viðtalinu árið 2007.

Að lokum sagðist hún viljug að fyrirgefa karlinum. „Ég ætla nú að reyna að vinna hann til baka enda er þetta góður maður. Hann hefur auðvitað sýnt tvöfeldni í þessu máli en ég er alltaf til í að fyrirgefa.“

Hvað sem sambandsörlögum konunnar sem sló á þráðinn á Bylgjunni 2007 líður þá eru grínparið Guðrún Fríða og Haukur búin að vekja mikla lukku og sennilega smá sorg hjá landsmönnum, enda um fremur stormasamt samband að ræða.

Sigrún biður fólk að hætta að stela: „Dísess kræst hvað þetta er dónalegt“

Sigrún Karls Kristínardóttir segir hugverksstuld viðvarandi vandamál í hönnun

„Ég veit að það er hart í ári en getur fólk hætt að stela hönnun blygðunarlaust og skella því á blað í ljótu letri og selja undir formerkjum ~hönnunar~ þetta er svo RUDE dísess kræst,“ skrifar Sigrún Karlsdóttir hönnunarnemi á Twitter síðu sinni og birtir með því skjáskot af Instagramsíðu sem kallar sig „skuririgrennd“ sem sýnir plakat í stíl Andy Warhol með setningu Prins Póló „Er of seint að fá sér kaffi núna?“ ásamt „..sagði enginn ….aldrei“.

Instagramsíðan hefur nú verið tekin niður en á skjáskotinu sem Sigrún tók má sjá að meintir hönnuðir plakatsins hafa myllumerkt meðan annars „#design“.

„Aðilinn hefur sennilega áttað sig á því að þetta er ekki alveg í lagi og tekið síðuna niður, sem er gott mál.“

Hönnunarstuldur á tvo vegu

„Þetta er náttúrulega mjög augljós hönnunarstuldur og á tvo vegu, textinn er úr lagi Prins Póló en hann er sjálfur að selja mjög vinsæla póstera á síðunni sinni undir eigin nafni og útlitið er mjög þekkt verk eftir Andy Warhol, uppsetningin litirnir og allt,“ segir Sigrún.

Kúnst að sækja sér innblástur að gera að sínu

Sjálf er hún á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hún segir þetta mjög vandmeðfarið. „Í hönnun fær maður innblástur úr öllum áttum og það er alltaf ákveðin tíska sem er að trenda hverju sinni. Maður er ekkert endilega að finna upp hjólið en kúnstin er svolítið að sækja þér innblástur og gera þetta að þínu,“ segir Sigrún.

„Þetta getur auðvitað verið mjög tricky, sérstaklega þegar maður er í námi og er enn að finna sinn stíl.“ Hún heldur þó að flestir hönnuðir og hönnunarnemar reyni að komast hjá þessu.

„Ég hef alveg gert verkefni í skólanum haldandi að ég sé alveg ofsalega sniðug og frumleg, þá hef ég séð það einhvers staðar og það er bara í undirmeðvitundinni.“

Viðvarandi vandamál í öllum listgreinum

Aðspurð hvort hún haldi að list sé stolið meira í hönnun en öðrum listgreinum segist hún ekki getað sagt til um það en hún haldi hins vegar að fæstir geri sér grein fyrir því hve algengt þetta sé. „Í fatahönnun er þetta auðvitað mjög stórt vandamál og ég held að maður átti sig ekki á því“ segir Sigrún

„Í haust var ég að þræða húsgagnaverslanir og nánast öll húsgögnin sem ekki voru úr hönnunarbúðum voru bara misgóðar eftirlíkingar af hönnun einhvers annars í alls konar útfærslum.“

Hún heldur að fólk fatti ekki endilega að  það sé að kaupa eftirlíkingar eða stolna hönnun. „Skrýtnast finnst mér  þegar það er verið að selja eftirlíkingar á bara mjög svipuðu verði og upprunalega varan og ég held að margir fatti það ekki og fari svo heim með eftirlíkingu á himinháu verði.“

„Ég hef 100% keypt einhverja eftirlíkingu og hef ekki hugmynd um það.“

Munur á því að stela af risunum

Það má alveg benda á að það er munur á að kaupa eftirlíkingu af einhverri hönnun sem er búin að vera til staðar í mörg ár og einhver er búinn að græða milljónir ár en að stela af íslenskum hönnuði eða listamanni, það er bara á lægra plani,“ segir Sigrún.

Hún segir það líklega vera mjög sárt þegar einhver hefur tekið eitthvað sem annar hefur búið til og útfært í eitthvað allt annað. Þá geti það valdið þeim misskilningi að listamaðurinn, Pins Póló í þessu tilviki sé á bak við verkið.

„Hugverkaréttur er eignaréttur og það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þegar það tekur eitthvað svona þá er viðkomandi bara að stela einhverju.“

60 ótímabær dauðsföll á ári – Sveitarfélögin geta gert betur

Mynd fengin úr fyrirlestri Þorsteinn um rykbindingu.

Svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu veldur um 60 ótímabærum dauðsföllum á ári. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafa sýnt að malbiksagnir eru meira en helmingur svifryksagna og vega nagladekk þungt þegar kemur að sliti á götum. Þetta er með öllu óásættanlegt að mati neytendavaktarinnar og alls ekki nógu margir íbúar á svæðinu sem axla ábyrgð á vandamálinu með því að sniðganga nagladekk, taka strætó, hjóla eða ganga. En þeir sem hjóla og/eða ganga kvarta eðli málsins samkvæmt undan loftgæðum enda suma daga varla hundi út sigandi fyrir mengun.

En hvað er til ráða?

Neytendavakt man.is fjallaði um málið í síðustu viku og talaði við Þorstein Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur lagt til að gjald verði lagt á nagladekkja notkun. Slíkt hafa reynst vel í Noregi. Gjaldið fái fólk til að hugsa sig tvisvar um.

En það er annað sem hann nefnir.

„Vissulega þarf líka að þrífa göturnar, það þarf að fjarlægja óhreinindin sem safnast upp á þeim, sem að stærstum hluta eru slitið malbik. En yfir veturinn getur verið erfiðleikum bundið að þrífa þegar það er frost eða snjór. Götusópar aka á gönguhraða þegar þeir eru að sópa og jafnvel þó mörg tæki séu í notkun samtímis þá er tíminn sem tekur að sópa mældur í dögum eða jafnvel vikum. Þegar búið er að sópa allar helstu götur þarf svo strax að byrja aftur því malbikslitið er fljótt að safnast upp aftur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gætu gert miklu meira af því að rykbinda. Það er hægt að rykbinda helstu umferðargötur á parti úr degi og er það miklu fljótlegri og áhrifaríkari leið en að þrífa a.m.k. yfir háveturinn þegar stór hluti bíla er á nagladekkjum.“

Þorsteinn bendir á að veturinn 2017 – 2018 hafi svifryksmengun farið 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk en aðeins hafi verið rykbundið 3var. Þá hafi nágranna sveitarfélög Reykjavíkur aldrei gert það; Kópavogur, Hafnafjörður, Garðabær og Mosfellsbær. Rykbinding hefur gefið góða raun á hinum norðurlöndunum og í Stokkhólmi er jafnvel rykbundið í nokkra tugi skipta á hverjum vetri. Þá segir Þorsteinn að hægt sé að samþætta betur hálkuvarnir og rykbindinu og að inn á miðju nagladekkja tímabili fáist sennilega mest fyrir peninginn með rykbindingu.

„Svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk við ákveðin skilyrði, þurrkur og logn. Þegar slíkir dagar eru í kortunum væri hægt að byrja að rykbinda upp úr miðnætti áður en umhferðin fer af stað og þannig mætti ná niður töluverðri mengun.“

Segja má að helstu umferðargötur í mörgum sveitarfélögum séu þjóðvegir í þéttbýli. Þorsteinn spyr hvort ekki sé eðlilegt að setja kröfu á Vegagerðina um að lágmarka umhverfisáhrif þeirra gatna. Í öllu falli ætti rykbinding að vera eðlilegur hluti af vetrarviðhaldi vega í þéttbýli.

 

 

 

Steinunn sorgmædd yfir viðhlæjendum Reynis: „Svo sorglegt að við séum ekki komin lengra“

Steinunn Ása Sigurðardóttir, sem gagnrýndi í gær málflutning Reynis Bergmann um að það eina sem hann girnist ekki kynferðislega séu rauðhærðir feministar sem eru vegan, er sorgmædd yfir því hversu marga viðhlæjendur áhrifavaldurinn virðist hafa í íslensku samfélagi.

Áhrifavaldurinn Reynir mætti í hlaðvarpsþáttinn 12:00 sem nemendur Verzlunarskólans sjá um. Þar var hann spurður af umsjónarmönnum þáttarins hvað það væri sem honum fyndist eiga að vera utan seilingar. Þar lét hann ummæli falla um femínista, nánar tiltekið „vegan rauðhærða femínista“, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. „Ef það væri eitthvað sem ég myndi ekki gera þá væri það rauðhærður vegan femínisti, hann myndi ekki fá liminn minn,“ var meðal þess sem Reynir sagði.

Steinunn er ein þeirra fjölmörgu sem gagnrýndu orð Reynis, meðal annars að það væri viðbjóðslegt að tæplega fertugur karlmaður væri að tjá sig um að eiga kynmök við menntskólastelpur. Hún gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni Reynis þar sem hann kvartaði yfir því að ekkert mætti segja lengur því fólk væri orðið svo ofboðslega viðkvæmt. Því að þegar hún vogaði sér að gagnrýna fullyrðingar Reynis í viðtalinu rauk hann sjálfur til og hótaði henni málsókn.

Þau hafa nú hins vegar sæst eftir gott samtal í gærkvöldi en henni finnst engu að síður mikilvægt að umræðan sé tekin. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og þessi ummæli eru auðvitað bara vandræðaleg fyrir hann. Ég hélt að þau dæmdu sig bara sjálf en samt er bara fullt af fólki sem finnst þetta fyndið og ekkert að þessu. Að viðhlæjendurnir séu þetta margir er sorglegt og mér finnst það svo sorglegt að við séum ekki komin lengra þetta,“ segir Steinunn.

Ragnar afhjúpar Brynjar Níelssson – Annað hljóð í strokknum þegar nemandi leitaði til hans

Brynjar Níelsson

Ragnar Auðun Árnason stjórnamálafræðingur afhjúpar tvískinnung Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna yfirlýsinga þess síðarnefnda að þátttaka í þingnefndum Alþingis sé aðeins sýndarleikur og því hafi hann ákveðið að hætta á mæta á nefndarfundi.

Þessu hefur Brynjar lýst opinberlega yfir en hann situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hann hefur ekki mætt á fund í rúman mánuð. Ástæðan er sú að nefndarstarfið sé aðeins sjónarspil og pólitískur leikur að mati þingmannsins. Hins vegar virðist hafa verið annað hljóð í Brynjari þegar stjórnamálafræðinemandi spurði hann um gagnsemi þingnefnda. Þá vildi þingmaðurinn meina að án þingnefnda væri alveg eins hægt að leggja niður Alþingi.

Af þessu tilefni rifjar Ragnar upp í nýlegu tísti þegar hann skrifað ritgerð sína um þingnefndir í BA-námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í henni spurði Ragnar ýmissa spurninga og ein þeirra var hvort að þingnefndir geri raunverulegt gagn. Brynjar fannst spurningin furðuleg og grillaði stjórnmálafræðinemann Ragnar í svari sínu. „Þessi spurning er enn óskiljanlegri. Ef þær gera ekkert gagn getum við alveg eins hætt að hafa löggjafarsamkundu,“ sagði Brynjar þá.

Íslendingar snúa baki við John Snorra: „Ógeðslegt fyrsta heims áhugamál“

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson ratar reglulega í fjölmiðla vegna ítrekaðra tilrauna til að klífa hæstu fjöll heims. Hann var til að mynda fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn K2 að sumarlagi Á dögunum var greint frá því að hann hyggðist klífa K2 að vetri. Sá leiðangur er hafinn og stefnir John Snorri á toppinn í janúar komandi.

Nú virðast sumir Íslendingar vera þreyttir á ævintýramennsku hans, í það minnsta ef marka má viðbrögð landsmanna á Twitter. Þar er skotið föstum skotum á Johm vegna þessa áhugamáls. Það er meðal annars sagt álíka úrkynjað og borða gull.

Það má segja að Margrét Valdimarsdóttir, lektor í afbrotafræði, hafi komið umræðunni á stað. Hún skrifar á Twitter: „Er eitthvað á toppi K2 sem fjölskyldumenn eru tilbúinir að setja sig í hættu til að sækja? Uppskriftin af KFC kryddblöndunni? Da Vinci lykilinn? Lækning við krabbameini?“ Hún bætir svo við það: „Það á enginn eftir að reply-a og segja „gott innlegg í umræðuna Margrét“.“

Tæplega þrjúhundruð læka færsluna og margir bæta í gagnrýnina. „Þetta er bara til að geta fengið sér “K2 voru kallar” húðflúr,“ skrifar Þórhallur nokkur. Aðrir hugsa um fjölskyldu hans. „Friður frá fjölskyldunni?,“ spyr ein kona meðan önnur vorkennir fjölskyldu hans. „Líka mánuði fyrir jól. Fæ illt í hjartað barnanna og fjölskyldunnar vegna“.

Flosi Eiríksson furðar sig því og spyr hvort fjölskylduhagir hans skipta máli. Hann er þó sammála gagnrýninni. „Illskiljanleg hegðun – en skiptir einhverju hvort hann er ,,fjölskyldumaður” er fólki frekar fórnandi ef það á ekki maka, en ,,bara” foreldra eða systkini eða vini ?“

Enn aðrir segja fjallgönguna einungis sýndarmennsku. „Held það sé lítið merki sem þú getur straujað á peysuna þína sem á stendur „mitt er stærra en þitt“. Virðist skipta marga máli…,“ segir ein kona. Einn karl segir þetta gefa svo mörg læk. „Líklega eru það LIKE-in á insta. Færð öruglega um 200 like fyrir góða selfí á toppnum.“

Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskipta hjá Landspítalanum, segir þetta áhugamál John Snorra raunar til skammar. „Súrrealískt að samfélagið peppi fjölskyldufólk — eða bara yfirhöfuð fólk — í gríðarlega hæpnum lífsháskaferðum sem snúast um dægradvöl. Þetta er miklu verra og ógeðslegra fyrsta heims vandamál — ég meina, áhugamál — en gullrisottó.“

Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og verkefnastjóri á RÚV, svarar Stefáni og segir einfaldlega: „Amen.“

Pálmi rekinn í launadeilu

Harka er að færast í starfsmannamál hjá Ríkisútvarpinu. Í síðustu viku var hópi starfsmanna sagt upp. Þeirra á meðal voru fréttamennirnir Pálmi Jónasson, Jóhann Hlíðar Harðarson og Úlla Árdal. Félag fréttamanna mótmælti uppsögnunum og þá sérstaklega að fréttamanni sem átti í launadeilu vegna yfirvinnu hefði verið sagt upp. Stundin upplýsti að sá væri Pálmi Jónasson, sem starfað hefur hjá Ríkisútvarpinu í aldarfjórðung. Víst er að Pálmi verður ekki á flæðiskeri staddur þótt honum hafi verið ýtt frá ríkisjötunni en hann er metsöluhöfundur frá fornu fari þegar hann skrifaði meðal annars bókina, Íslenskir auðmenn um íslenska auðkýfinga og rokseldi …

Brjálaðist á Bylgjunni vegna framhjáhalds: „Ætla að skila kveðju til konunnar …“

Upptaka af konu sem hringir í beina útsendingu á Bylgjunni fer nú eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Á Twitter virðist fátt annað rætt. 

Í það minnsta tíu ár eru liðin síðan konan hringdi og kvartaði undan framhjáhaldi eiginmanns síns fyrir framan þjóðina. 

Þó harmsaga liggi þar að baki þá er atvikið óneitanlega bráðfyndið og því ekki furða að því sé deilt reglulega. Hér fyrir neðan getur þú hlustað á eitt eftirminnilegasta atvik íslenskrar útvarpssögu.

Drífa minnist Halldórs: „Framlag hans verður seint fullþakkað“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, minnist Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, sem lést eftir stutt veikindi á Landspítalanum þann 18. nóvember síðastliðinn. Hann var 66 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Drífa minnist Halldórs sem góðs félaga í verkalýðsbaráttunni og kærs vinar. Hún ritar falleg orð í færslu á Facebook. „Kær vinur og félagi Halldór Grönvold er fallinn frá og hefur hreyfingin okkar misst máttarstólpa og baráttumann. Framlag hans til bættra lífsgæða vinnandi fólks verður seint fullþakkað enda helgaði hann starfsævina baráttu fyrir betra lífi launafólks. Það er okkar að halda á lofti hans góða starfi og halda áfram að berjast gegn félagslegum undirboðum og launaþjófnaði, fyrir bættri menntun, fyrir jafnrétti og almannatryggingum og öllu öðru sem Halldór setti mark sitt á,“ segir Drífa.

Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi á Englandi í vinnumarkaðsfræðum. Fyrst starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, og færði sig þaðan yfir til ASÍ. Þar gegndi hann fyrst stöðu skrifstofustjóra en lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins.

Halldór vann alla tíð ötullega að réttindum launafólks og beitti sér mjög í fræðslumálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Á síðustu árum hefur Halldór sérstaklega beitt sér fyrir aðgerðum til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði.

„Það má fullyrða að fáir hafi haft eins mikil áhrif á mótun íslenska vinnumarkaðsmódelsins og Halldór. Hann var einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður, traustur og góður félagi með yfirburðaþekkingu á vinnumarkaðsmálum. Óhætt er að segja að stórt skarð sé höggvið í raðir starfsmanna ASÍ, bæði sem hreyfingar og vinnustaðar, við fráfall Halldórs,“ segir í tilkynniningu frá ASÍ.

Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Greta Baldursdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau eignuðust tvö börn.

Anna segir sorglega sögu að baki grunsamlegu mannaferðunum: „Þetta var eldri maður“

Íbúi á Seltjarnarnesi segir nágrönnum sínum að þeir þurfi ekki að óttast grunsamlegar mannaferðir sem hafa verið umræddar undanfarið. Hún hafi orðið vitni af þeim sjálf og hafi helst áhyggjur af umræddum manni. Morgunblaðið vitnar í dagbók lögreglu í morgun en þar kemur fram að lögregla hafi borist tilkynningar um þetta. Ljóst er að sumir eru uggandi ef marka má viðbrögðin við þeirri frétt.

Anna Sofía nokkur segir í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi að enginn þurfi að óttast þennan mann. Hún hafi segir þetta hafa verið eldri maður sem virtist í annarlegu ástandi. Hann hafi verið að spjalla við sjálfan sig en ekki í innbrotshugleiðingum. Hún óttast um afdrif hans.

„Síðastliðna nótt vaknaði ég við mann fyrir utan húsið okkar þar sem hann var kominn inn í garð og var að bardúsast eitthvað fyrir framan eldhúsgluggann. Hann var að spjalla við sjálfan sig og virtist vera í annarlegu ástandi. Ég bað hann vinsamlegast um að fara í burtu en hef mikið hugsað til þessa manns í dag og hvort hann hafi ekki komist í öruggt skjól,“ segir Anna.

Hún segist vilja vita hvort hann sé kominn í skjól: „Þetta var eldri maður sem virtist vera af erlendum uppruna, miðað við hreiminn sem hann bar. Ef einhver veit einhver deili á þessum manni þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig. Ég vil svo gjarnan vita hvort hann hafi ekki komið sér í öruggt skjól. Og nei, þetta virtist ekki vera maður í innbrotshugleiðingum.“

Víðir er rosalega seinheppinn

|
Víðir Reynisson Mynd / Lögreglan

Sá dáði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur staðið sig eins og hetja í fremstu víglínu gegn Covid-19 og uppskorið að mestu bæði aðdáun og traust. En kappinn er seinheppinn ef marka má að hann er nú í þriðja sinn kominn í sóttkví eftir að hafa komist í návígi við smitaðan einstakling. Víðir lenti einnig í sóttkví í fyrri bylgjunni þegar hann þurfti að  dvelja á hóteli, fjarri fjölskyldu sinni, eftir að smit kom upp. Þá sendi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2, Víði í sóttkví eftir að hún smitaðist. Víðir er Því orðinn hagvanur í sóttkvínni og væntanlega dauðþreyttur á þessu ástandi og óheppninni. Hann getur þó fagnað því í einsemd sinni að hafa sloppið við smit …

Páll Pétursson er látinn

Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins er látinn. Hann lést á Landspítalanum í gær. Hann var 83 ára. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Páll sat tæplega þrjátíu ár á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var kjörinn á þing árið 1974 en þar á undan var hann með búskap á Höllustöðum.

Páll var líklega mest áberandi í kringum aldarmót, en hann var félagsmálaráðherra frá árinu 1995 til 2003.

Páll átti þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu, Helgu Ólafsdóttir: Krist­ínu sem er bóndi, Ólaf­ Pét­ur, pró­fess­or við Háskóla Íslands, og Pál Gunn­ar, for­stjóra Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins.

Dæt­ur henn­ar og stjúp­dæt­ur Páls eru Sól­veig Klara Kára­dótt­ir geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og Ragn­hild­ur Þóra Kára­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann í Cambridge. Páll læt­ur eft­ir sig á þriðja tug barna­barna, stjúp­barna­barna og barna­barna­barna, að sögn Morgunblaðsins.

Áttu í erfiðleikum með að finna sér vinnu á daginn, fyrir utan klúbbana og kynlífsiðnaðinn

Eftir / Lindu Björg Árnadóttur

Snemma á níunda áratug síðustu aldar varð til í New York undirmenning eða hreyfing sem kallaðist „Club Kids“ og er hún talin vera síðasta „analog“-undirmenningin. Þetta var hópur af ungu fólki sem saman varð afl sem ögraði og braut allar hugmyndir þess tíma varðandi tísku, tónlist, kyngervi, poppmenningu og miðlun. Í dag eru raktar til þeirra hugmyndir eins og „gender fluidity“ og „raunveruleikasjónvarp“ sem síðan hafa orðið almennar.
Eini gjaldmiðillinn í þessum hópi var frumleiki og sköpun. Hefðir voru óvinurinn. Krakkarnir í „Club Kids“ voru byltingarsinnar sem breyttu poppmenningunni varanlega og stanslaust fundu upp á nýjum villtum gervum og stílum. Þau urðu hreyfing sem hafði áhrif á menningu út um allan heim.

Í gegnum tuttugustu öldina hefur New York verið heimili mismunandi menningarsena nánast hvern áratug. Frá hinum villta þriðja áratug Harlem-endurreisnarinnar og abstraktmálaranna á Cedar Tavern til Beat-skáldanna og Andy Warhol og verksmiðjunnar hans.

„Club Kids“ urðu þekkt fyrir sín villtu „DIY“-gervi. Þau fengu borgað fyrir að klæða sig upp og mæta í klúbba, einkasamkvæmi og í sjónvarpsþætti í þessum búningum. Gervin þeirra voru notuð einu sinni eða tvisvar, svo var þeim hent og allt skapað upp á nýtt.

„When the Club Kids came along, we brought this idea that our identity was enough; we didn´t have to do anything else.“ Waltpaper (Walt Cassidy).

Fötin sem þau klæddust voru m.a. með margar tilvísanir í barnæskuna, þau voru í náttfötum, samfestingum, gamaldags sundfötum, með hvít trúðsandlit og með leikföng og nestisbox. Þessu var svo blandað við leður og gadda og mjög þykkbotna „platform“-skó sem varð þeirra einkenni. Þau skildu mátt fjölmiðla og notuðu þá til þess að miðla sinni sýn og boðskap til almennings. Rannsókn á kyngervi skipaði stóran sess í næturlífinu og hjá „Club Kids“ á þessum tíma en margir sem tilheyrðu LGBT+ áttu í erfiðleikum með að finna sér vinnu á daginn, fyrir utan klúbbana og kynlífsiðnaðinn ásamt því að eiga í erfiðleikum með að finna sér húsnæði til að búa í. Stórir klúbbar eins og „Limelight“ voru allsráðandi og virkuðu eins og verndarsvæði fyrir „Club Kids“-krakkana og aðra listamenn sem unnu á nóttinni. Það var einfaldlega lífshættulegt á þessum tíma að vera transkona á götunni á daginn.

„Club Kids“ voru stanslaust í blöðunum og í sjónvarpi og var eins og lífi þeirra væri varpað beint með hinum ýmsum miðlum. Þau stóðu fyrir alls konar viðburðum í klúbbunum meðal annars kvöldi sem kallaðist „Night of 100 parties“ þar sem fólk keppti í að fara í drag-gervi á skömmum tíma. Þessi hugmynd þróaðist og varð seinna að „RuPaul´s Drag Race“ sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sem gerður hefur verið.
Nýlega gaf Walt Cassidy (Waltpaper), einn af forsprökkum „Club Kids“ út mjög fallega bók þar sem hann segir sögu þeirra sem honum hefur ekki fundist vera sögð með réttum hætti hingað til, þar á meðal í kvikmyndinni „Party Monster“ frá árinu 2003.

Árið 1994 var Rudi Giuliani kosinn borgarstjóri New York-borgar og byrjaði hann strax að loka öllum klúbbum og næturlífi í borginni undir formerkjum „Quality of Life“-herferðar sinnar. Hann vildi leggja áherslu á þróun fasteigna, sýnileika stórfyrirtækja og að losa borgina við lágtekjufólk. Hann vildi henda út öllu sem ekki samræmdist hans hugmyndum um menningu og losaði hann borgina á einhvern óskiljanlegan hátt við um 100 þúsund heimilislausa einstaklinga. Að lokum tókst honum að loka öllum klúbbum og þannig gera þúsundir manns, sem unnið höfðu í næturlífi borgarinnar, atvinnulaust. Þetta var oft fólk sem á þessum tíma hafði ekki marga möguleika í atvinnulífinu vegna kynhneigðar sinnar.
Í framhaldinu fór borgin í eins konar menningarlegt „kóma“.

Hægri armur vestræns samfélags hefur lengi átt í skipulegu stríði við listamenn. Þar er frægast þegar nasistar lokuðu hinum framsækna listaskóla Bauhaus árið 1933. Nemendur skólans flúðu Þýskaland, dreifðust um allan heim og hönnuðu nútímann eins og við þekkjum hann í dag.

Höfundur er dósent og doktorsnemi.

Fékk fyrstu fullnæginguna 11 ára

Davíð Oddsson

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, þykir einstaklega klókur á  mörgum sviðum. Undir hans stjórn hefur Morgunblaðið tekið stór skref í fyrirsögnum svo eftir er tekið. Þannig tókst Mogganum að selja gjaldþrot Stuðmanna í metsölu þegar um var að ræða pínulítið rafverktakafyrirtæki en ekki hljómveit allra landsmanna. Nýjasti smellur Davíðs á mbl.is er með þá krefjandi fyrirsögn „Fékk fyrstu fullnæginguna 11 ára“. Þarna er þó auðvitað ekki um  að ræða Davíð sjálfan heldur erlenda stjörnu, Halle Berry, sem hefur fært Moggamönnum fleiri smelli en allt annað þann daginn. Menn bíða spenntir eftir næstu uppákomu smellukonunganna …

Gylfi reiður – Sá mann á Range Rover næstum drepa barn: „Sjálfsagt þurft að sinna mikilvægu erindi“

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra, greinir frá því að ökufantur hafi næstum keyrt niður barn á Seltjarnanesinu. Honum blöskrar hegðun mannsins, en sá var á Range Rover.

Gylfi lætur þessar skammir falla innan Facebook-hóps íbúa Seltjarnarnes. „Rétt áðan var ökumaður á svörtum Range Rover á leið norður Lindarbraut hársbreidd frá því að aka á barn á leið yfir gangbrautina við Hofgarða,“ segir Gylfi og bætir við:

„Ökumanninum fannst nefnilega tilvalið að taka á miklum hraða framúr strætó sem hafði stöðvað á biðstöðinni sem er þarna. Ók svo bara áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hefur sjálfsagt þurft að sinna einhverju mikilvægu erindi.“

Ísland eins og þriðja heims ríki – Svona eru spítalar í Noregi – Svikin loforð Svandísar

Myndband sem sýnir hátæknisjúkrahús í Noregi fer eins og eldur um sinu um netheima. Í ljósi þess að stjórnendur Landspítala hafa mikið til kennt húsakosti um fjölda dauðsfalla í Covid-faraldrinum og við spítalanum blasir blóðugur ríflega 4 milljarða niðurskurður á næsta ári lítur Ísland út eins og þriðja heims ríki í samanburði við frændur okkar Norðmenn.

Þrettán Íslendingar hafa nú látið lífið vegna hópsmitsins alvarlega sem varð á Landakoti. Í rannsóknarskýrslu Landspítala kom fram að slæmur húsakostur og aðstöðuleysi hafi verið megin orsökin, ásamt manneklu, fyrir því hvers vegna veiran skæða náði að grassera innan spítalans þar sem háaldraðir sjúklingar dvöldu.

Meðfylgjandi myndband sýnir ríkissjúkrahús í Noregi og má þar sjá gífurlegan aðstöðumun í samanburði við íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ljóst er að Norðmenn hafa náð að taka alfarið utan um hugtakið hátæknisjúkrahús en að sjálfsögðu þarf að taka tillilt til þess að þeir eru heppnir í peningamálum þegar litið er til olíusjóðsins opinbera. Samanburðurinn er þó hlægilegur sé horft til myndbandsins og þeirrar staðreyndar að mismunur á vergri landsframleiðsla útfrá höfðatölu er ekki svo ýkja mikill.

Þá eru kosningarloforð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra einnig tekin fyrir á twitter í dag. Þar er raunveruleikinn borinn saman við glansmyndina sem hún gaf fyrir kosningar þar sem hún lofaði því að efla heilbrigðiskerfið og þar ætti sko alls ekki að spara.

Davíð hatast við Dag: „Berrassaður“ og ekki fyndinn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

„Núverandi oddviti í Reykjavík blasir æ oftar berrassaður við. Nú seinast skreytir hann sig með stolnum fjöðrum, og átti þó ekki eina einustu sjálfur. Líkast var að hann hefði reytt sér skraut úr heilu hænsnabúi,“ skrifar Davíð Oddsson, leiðarahöfundur Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri um Dag B. Eggertsson, núverandi borgarsjóra í Reykjavík.

Davíð Leiðarahöfundur vísar þarna til þess að Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði að læknismenntun Dags hefði ráðið miklu um það að Íslendingum tókst að halda niðri kórónaveirunni. Samkvæmt leiðaranum er Dagur sammála því áliti.

Davíð leggur svo lykkju á leið sína til að upplýsa að Dagur hlaupi gjarnan undan ábyrgð sinni sem borgarstjóri.

„Með því að hlaupa undan í hvert sinn bregst hann trúnaði við borgarbúa. Því fyrr sem hann hverfur til smærri verkefna sem hæfa persónunni því betra,“ skrifar Davíð.

Hann heggur síðan til Jóns Gnarr, fyrrveraddi borgarstjóra, sem hafi stjórnað með fíflagangi,

„Fyrirrennari hans og skjólstæðingur gekkst hinsvegar upp í því að hafa borgarbúa að fíflum með eigin fíflaríi og slapp hann skár með skrípaleikinn enda líður hann ekki fyrir alþekktan skort á kímnigáfu eins og sá sem tók við. Á tímum beggja hallaði hratt
undan fæti höfuðstaðarins, þótt brattinn hafi aukist þetta kjörtímabilið,“ skrifar Davíð sem sjálfur komst á kortið sem skemmtikraftur á sínum tíma með útvarpsþættinum Útvarpi Matthildi.

Ríflega 105% verðmunur á sömu tegund af kertum

Hulda Kristín Smáradóttir vekur á Facebook-síðu sinni athygli á gríðarlegum verðmun á sömu gerð af kertum, 8 stk. í pakka. Í Bónus kostar pakkinn: 598 kr. en í Krónunni: 1229 kr.

„Keypti báða þessa kertapakka í dag en það er töluverður verðmunur á þeim þó þeir séu alveg eins. Sama tegund!“

Viðbrögðin við færslunni láta ekki á sér standa.

Ein segir: „Klikkað“

Önnur: „Krónan er alls ekki ódýr verslun.“

Huldu er þakkað fyrir að deila þessu og minna þannig á mikilvægi þess að vera á tánum:

„Já það er ekki hægt að sitja á svona upplýsingum, þetta er til skammar,“ segir hún þá.

Þá kemur jafnframt fram að Hulda Kristín hafi sent Krónunni bréf og óskað eftir útskýringum en að hún hafi ekki fengið svar. Þá segist hún ætla að skila öðrum kertapakkanum ,,… og endurskoða að versla alltaf við Krónuna.“

Drangeyjarjarlinn er fallinn frá

Jón Eiríksson, oftast kallaður Drangeyjarjarlinn, er látinn. Hann var 91 ára og lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Morgunblaðið greinir frá þessu .

Jón er kenndur við Drangey í Skagafirði. Hann bauð upp á skipulagðar ferðir þangað um langt skeið. Það var árið 1990 sem hann byrjaði að bjóða upp á slíkar ferðir.  Þúsundir ferðamanna hafa líklegast farið með honum í Drangey síðan.  Jón var ennfremur þekktur sem hagyrðingur.

Jón lætur eftir sig tíu börn úr tveimur samböndum. Fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Eiríkur, Sigurjón, Viggó, Sigmundur og Alda. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir. Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn.

Krabbameinsfélagið viðurkenndi tug milljóna króna bótaskyldu á afmælisdegi konunnar

Krabbameinsfélag Íslands. Mynd / Krabb.is

Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli konu sem fékk ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá félaginu árið 2018. Mál 11 kvenna sem fengu ranga greiningu í skimun hjá félaginu eru nú á borði Embættis landlæknis af þeim eru nú þrjár látnar.

Konan sem félagið hefur viðurkennt sig bótaskylt gagnvart er nú langt leidd af krabbameini fékk fréttirnar í dag á afmælisdeginum sínum.  Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna greindi frá viðurkenningu Krabbameinsfélagsins í Speglinum í kvöld og segir að skaðabæturnar sem hún fær greiddar hlaupa á tugum milljónum króna.

„Tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hefur viðurkennt bótaskyldu umbjóðanda míns sem upphaflega byrjaði þetta mál. Þetta þýðir að það er viðurkennt að það hafi átt sér stað brotalöm hjá Krabbameinsfélaginu er varðar málefni umbjóðanda míns. Tryggingafélagið lítur svo á að Krabbameinsfélagið séu skaðabótaskylt vegna þessara mistaka,“ sagði Sævar.

Í máli fjögurra kvenna sem eru taldar hafa fengið ranga greiningu í leghálsskimun 2018 er farið fram á skaðabætur.

Sævar sagði mikinn léttir fyrir konuna að fá fréttirnar í dag en segist ekki geta sagt til um áhrifin sem niðurstaða í máli hennar hefur á mál annarra kvenna.

„Já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér“

Húmoristar á internetinu hafa eflaust skemmt sér yfir því að andlit er komið á konuna sem átti árið 2007 að hafa hringt inn á Bylgjuna í þáttinn Reykjavík síðdegis þar sem hún sendir kaldar kveðjur á hjákonu mannsins síns. „Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum sem er farin að ríða karlinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér, eyðileggja líf mitt,“ sagði hún í þættinum.

Á Facebook-síðu konunnar, Guðrúnar Fríðu Guðmundsdóttur birtist stöðuuppfærsla fyrr í dag sem hljóðaði svo: „já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér.“ Maðurinn á svo að hafa svarað henni og þau skiptast á ófögrum orðum.

Karakterinn Guðrún Fríða léttir á sér á Facebook

Blessunarlega virðast þessir Facebook-aðgangar vera grín en skjáskotum af samskiptum karakterana hefur verið deilt manna á milli í kjölfar endurlits upptökunnar sem Hörður Ágústsson birti á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Grínið nær greinilega nokkur ár aftur í tímann en síðurnar voru gerðar fyrir um 5 árum síðan. Mörgum kann að þykja illa vegið að þeim Haukum landsins sem eru Alfreðssynir en engin ber nafnið Guðrún Fríða Guðmundsdóttir.

Sam
Sambandið þeirra hefur verið flókið enda hélt Haukur 4x framhjá

Upptakan sem Hörður Ágústsson deildi á Twitter í gær gekk manna á milli um netheima í dag þar sem kona hringdi inn á Bylgjuna og ræddi stöðu aldraðra og öryrkja. „Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á landspítalanum sem er farinn að ríða karlinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér, eyðileggja líf mitt“
„Já, takk fyrir þetta“, sagði útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason og lagði á.

Konan hafði hringt inn til að ræða stöðu öryrkja og aldraðra og kvaddi með þessari kveðju til hjákonunnar.

Nokkru eftir símtalið umtalaða birtist grein á Vísi þar sem greint var frá því að karlinn væri nú fluttur til geðhjúkrunarfræðingsins. Blaðamaður Vísis fékk þá konuna í viðtal sem var sigri hrósandi yfir viðbrögðunum sem símtalið fékk. Hún hafði fengið hrós, „meðal annars á hárgreiðslustofum“.

Konan fór fremur ófögrum orðum um geðhjúkrunarfræðinginn og sagði hana hrikalega geðvonda og vera að reyna að sálgreina manninn hennar. „Hann býr núna hjá henni en er að sofa hjá mér,“ sagði konan í viðtalinu árið 2007.

Að lokum sagðist hún viljug að fyrirgefa karlinum. „Ég ætla nú að reyna að vinna hann til baka enda er þetta góður maður. Hann hefur auðvitað sýnt tvöfeldni í þessu máli en ég er alltaf til í að fyrirgefa.“

Hvað sem sambandsörlögum konunnar sem sló á þráðinn á Bylgjunni 2007 líður þá eru grínparið Guðrún Fríða og Haukur búin að vekja mikla lukku og sennilega smá sorg hjá landsmönnum, enda um fremur stormasamt samband að ræða.

Sigrún biður fólk að hætta að stela: „Dísess kræst hvað þetta er dónalegt“

Sigrún Karls Kristínardóttir segir hugverksstuld viðvarandi vandamál í hönnun

„Ég veit að það er hart í ári en getur fólk hætt að stela hönnun blygðunarlaust og skella því á blað í ljótu letri og selja undir formerkjum ~hönnunar~ þetta er svo RUDE dísess kræst,“ skrifar Sigrún Karlsdóttir hönnunarnemi á Twitter síðu sinni og birtir með því skjáskot af Instagramsíðu sem kallar sig „skuririgrennd“ sem sýnir plakat í stíl Andy Warhol með setningu Prins Póló „Er of seint að fá sér kaffi núna?“ ásamt „..sagði enginn ….aldrei“.

Instagramsíðan hefur nú verið tekin niður en á skjáskotinu sem Sigrún tók má sjá að meintir hönnuðir plakatsins hafa myllumerkt meðan annars „#design“.

„Aðilinn hefur sennilega áttað sig á því að þetta er ekki alveg í lagi og tekið síðuna niður, sem er gott mál.“

Hönnunarstuldur á tvo vegu

„Þetta er náttúrulega mjög augljós hönnunarstuldur og á tvo vegu, textinn er úr lagi Prins Póló en hann er sjálfur að selja mjög vinsæla póstera á síðunni sinni undir eigin nafni og útlitið er mjög þekkt verk eftir Andy Warhol, uppsetningin litirnir og allt,“ segir Sigrún.

Kúnst að sækja sér innblástur að gera að sínu

Sjálf er hún á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hún segir þetta mjög vandmeðfarið. „Í hönnun fær maður innblástur úr öllum áttum og það er alltaf ákveðin tíska sem er að trenda hverju sinni. Maður er ekkert endilega að finna upp hjólið en kúnstin er svolítið að sækja þér innblástur og gera þetta að þínu,“ segir Sigrún.

„Þetta getur auðvitað verið mjög tricky, sérstaklega þegar maður er í námi og er enn að finna sinn stíl.“ Hún heldur þó að flestir hönnuðir og hönnunarnemar reyni að komast hjá þessu.

„Ég hef alveg gert verkefni í skólanum haldandi að ég sé alveg ofsalega sniðug og frumleg, þá hef ég séð það einhvers staðar og það er bara í undirmeðvitundinni.“

Viðvarandi vandamál í öllum listgreinum

Aðspurð hvort hún haldi að list sé stolið meira í hönnun en öðrum listgreinum segist hún ekki getað sagt til um það en hún haldi hins vegar að fæstir geri sér grein fyrir því hve algengt þetta sé. „Í fatahönnun er þetta auðvitað mjög stórt vandamál og ég held að maður átti sig ekki á því“ segir Sigrún

„Í haust var ég að þræða húsgagnaverslanir og nánast öll húsgögnin sem ekki voru úr hönnunarbúðum voru bara misgóðar eftirlíkingar af hönnun einhvers annars í alls konar útfærslum.“

Hún heldur að fólk fatti ekki endilega að  það sé að kaupa eftirlíkingar eða stolna hönnun. „Skrýtnast finnst mér  þegar það er verið að selja eftirlíkingar á bara mjög svipuðu verði og upprunalega varan og ég held að margir fatti það ekki og fari svo heim með eftirlíkingu á himinháu verði.“

„Ég hef 100% keypt einhverja eftirlíkingu og hef ekki hugmynd um það.“

Munur á því að stela af risunum

Það má alveg benda á að það er munur á að kaupa eftirlíkingu af einhverri hönnun sem er búin að vera til staðar í mörg ár og einhver er búinn að græða milljónir ár en að stela af íslenskum hönnuði eða listamanni, það er bara á lægra plani,“ segir Sigrún.

Hún segir það líklega vera mjög sárt þegar einhver hefur tekið eitthvað sem annar hefur búið til og útfært í eitthvað allt annað. Þá geti það valdið þeim misskilningi að listamaðurinn, Pins Póló í þessu tilviki sé á bak við verkið.

„Hugverkaréttur er eignaréttur og það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þegar það tekur eitthvað svona þá er viðkomandi bara að stela einhverju.“

60 ótímabær dauðsföll á ári – Sveitarfélögin geta gert betur

Mynd fengin úr fyrirlestri Þorsteinn um rykbindingu.

Svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu veldur um 60 ótímabærum dauðsföllum á ári. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafa sýnt að malbiksagnir eru meira en helmingur svifryksagna og vega nagladekk þungt þegar kemur að sliti á götum. Þetta er með öllu óásættanlegt að mati neytendavaktarinnar og alls ekki nógu margir íbúar á svæðinu sem axla ábyrgð á vandamálinu með því að sniðganga nagladekk, taka strætó, hjóla eða ganga. En þeir sem hjóla og/eða ganga kvarta eðli málsins samkvæmt undan loftgæðum enda suma daga varla hundi út sigandi fyrir mengun.

En hvað er til ráða?

Neytendavakt man.is fjallaði um málið í síðustu viku og talaði við Þorstein Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur lagt til að gjald verði lagt á nagladekkja notkun. Slíkt hafa reynst vel í Noregi. Gjaldið fái fólk til að hugsa sig tvisvar um.

En það er annað sem hann nefnir.

„Vissulega þarf líka að þrífa göturnar, það þarf að fjarlægja óhreinindin sem safnast upp á þeim, sem að stærstum hluta eru slitið malbik. En yfir veturinn getur verið erfiðleikum bundið að þrífa þegar það er frost eða snjór. Götusópar aka á gönguhraða þegar þeir eru að sópa og jafnvel þó mörg tæki séu í notkun samtímis þá er tíminn sem tekur að sópa mældur í dögum eða jafnvel vikum. Þegar búið er að sópa allar helstu götur þarf svo strax að byrja aftur því malbikslitið er fljótt að safnast upp aftur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gætu gert miklu meira af því að rykbinda. Það er hægt að rykbinda helstu umferðargötur á parti úr degi og er það miklu fljótlegri og áhrifaríkari leið en að þrífa a.m.k. yfir háveturinn þegar stór hluti bíla er á nagladekkjum.“

Þorsteinn bendir á að veturinn 2017 – 2018 hafi svifryksmengun farið 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk en aðeins hafi verið rykbundið 3var. Þá hafi nágranna sveitarfélög Reykjavíkur aldrei gert það; Kópavogur, Hafnafjörður, Garðabær og Mosfellsbær. Rykbinding hefur gefið góða raun á hinum norðurlöndunum og í Stokkhólmi er jafnvel rykbundið í nokkra tugi skipta á hverjum vetri. Þá segir Þorsteinn að hægt sé að samþætta betur hálkuvarnir og rykbindinu og að inn á miðju nagladekkja tímabili fáist sennilega mest fyrir peninginn með rykbindingu.

„Svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk við ákveðin skilyrði, þurrkur og logn. Þegar slíkir dagar eru í kortunum væri hægt að byrja að rykbinda upp úr miðnætti áður en umhferðin fer af stað og þannig mætti ná niður töluverðri mengun.“

Segja má að helstu umferðargötur í mörgum sveitarfélögum séu þjóðvegir í þéttbýli. Þorsteinn spyr hvort ekki sé eðlilegt að setja kröfu á Vegagerðina um að lágmarka umhverfisáhrif þeirra gatna. Í öllu falli ætti rykbinding að vera eðlilegur hluti af vetrarviðhaldi vega í þéttbýli.

 

 

 

Steinunn sorgmædd yfir viðhlæjendum Reynis: „Svo sorglegt að við séum ekki komin lengra“

Steinunn Ása Sigurðardóttir, sem gagnrýndi í gær málflutning Reynis Bergmann um að það eina sem hann girnist ekki kynferðislega séu rauðhærðir feministar sem eru vegan, er sorgmædd yfir því hversu marga viðhlæjendur áhrifavaldurinn virðist hafa í íslensku samfélagi.

Áhrifavaldurinn Reynir mætti í hlaðvarpsþáttinn 12:00 sem nemendur Verzlunarskólans sjá um. Þar var hann spurður af umsjónarmönnum þáttarins hvað það væri sem honum fyndist eiga að vera utan seilingar. Þar lét hann ummæli falla um femínista, nánar tiltekið „vegan rauðhærða femínista“, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. „Ef það væri eitthvað sem ég myndi ekki gera þá væri það rauðhærður vegan femínisti, hann myndi ekki fá liminn minn,“ var meðal þess sem Reynir sagði.

Steinunn er ein þeirra fjölmörgu sem gagnrýndu orð Reynis, meðal annars að það væri viðbjóðslegt að tæplega fertugur karlmaður væri að tjá sig um að eiga kynmök við menntskólastelpur. Hún gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni Reynis þar sem hann kvartaði yfir því að ekkert mætti segja lengur því fólk væri orðið svo ofboðslega viðkvæmt. Því að þegar hún vogaði sér að gagnrýna fullyrðingar Reynis í viðtalinu rauk hann sjálfur til og hótaði henni málsókn.

Þau hafa nú hins vegar sæst eftir gott samtal í gærkvöldi en henni finnst engu að síður mikilvægt að umræðan sé tekin. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og þessi ummæli eru auðvitað bara vandræðaleg fyrir hann. Ég hélt að þau dæmdu sig bara sjálf en samt er bara fullt af fólki sem finnst þetta fyndið og ekkert að þessu. Að viðhlæjendurnir séu þetta margir er sorglegt og mér finnst það svo sorglegt að við séum ekki komin lengra þetta,“ segir Steinunn.

Ragnar afhjúpar Brynjar Níelssson – Annað hljóð í strokknum þegar nemandi leitaði til hans

Brynjar Níelsson

Ragnar Auðun Árnason stjórnamálafræðingur afhjúpar tvískinnung Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna yfirlýsinga þess síðarnefnda að þátttaka í þingnefndum Alþingis sé aðeins sýndarleikur og því hafi hann ákveðið að hætta á mæta á nefndarfundi.

Þessu hefur Brynjar lýst opinberlega yfir en hann situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hann hefur ekki mætt á fund í rúman mánuð. Ástæðan er sú að nefndarstarfið sé aðeins sjónarspil og pólitískur leikur að mati þingmannsins. Hins vegar virðist hafa verið annað hljóð í Brynjari þegar stjórnamálafræðinemandi spurði hann um gagnsemi þingnefnda. Þá vildi þingmaðurinn meina að án þingnefnda væri alveg eins hægt að leggja niður Alþingi.

Af þessu tilefni rifjar Ragnar upp í nýlegu tísti þegar hann skrifað ritgerð sína um þingnefndir í BA-námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í henni spurði Ragnar ýmissa spurninga og ein þeirra var hvort að þingnefndir geri raunverulegt gagn. Brynjar fannst spurningin furðuleg og grillaði stjórnmálafræðinemann Ragnar í svari sínu. „Þessi spurning er enn óskiljanlegri. Ef þær gera ekkert gagn getum við alveg eins hætt að hafa löggjafarsamkundu,“ sagði Brynjar þá.

Íslendingar snúa baki við John Snorra: „Ógeðslegt fyrsta heims áhugamál“

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson ratar reglulega í fjölmiðla vegna ítrekaðra tilrauna til að klífa hæstu fjöll heims. Hann var til að mynda fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn K2 að sumarlagi Á dögunum var greint frá því að hann hyggðist klífa K2 að vetri. Sá leiðangur er hafinn og stefnir John Snorri á toppinn í janúar komandi.

Nú virðast sumir Íslendingar vera þreyttir á ævintýramennsku hans, í það minnsta ef marka má viðbrögð landsmanna á Twitter. Þar er skotið föstum skotum á Johm vegna þessa áhugamáls. Það er meðal annars sagt álíka úrkynjað og borða gull.

Það má segja að Margrét Valdimarsdóttir, lektor í afbrotafræði, hafi komið umræðunni á stað. Hún skrifar á Twitter: „Er eitthvað á toppi K2 sem fjölskyldumenn eru tilbúinir að setja sig í hættu til að sækja? Uppskriftin af KFC kryddblöndunni? Da Vinci lykilinn? Lækning við krabbameini?“ Hún bætir svo við það: „Það á enginn eftir að reply-a og segja „gott innlegg í umræðuna Margrét“.“

Tæplega þrjúhundruð læka færsluna og margir bæta í gagnrýnina. „Þetta er bara til að geta fengið sér “K2 voru kallar” húðflúr,“ skrifar Þórhallur nokkur. Aðrir hugsa um fjölskyldu hans. „Friður frá fjölskyldunni?,“ spyr ein kona meðan önnur vorkennir fjölskyldu hans. „Líka mánuði fyrir jól. Fæ illt í hjartað barnanna og fjölskyldunnar vegna“.

Flosi Eiríksson furðar sig því og spyr hvort fjölskylduhagir hans skipta máli. Hann er þó sammála gagnrýninni. „Illskiljanleg hegðun – en skiptir einhverju hvort hann er ,,fjölskyldumaður” er fólki frekar fórnandi ef það á ekki maka, en ,,bara” foreldra eða systkini eða vini ?“

Enn aðrir segja fjallgönguna einungis sýndarmennsku. „Held það sé lítið merki sem þú getur straujað á peysuna þína sem á stendur „mitt er stærra en þitt“. Virðist skipta marga máli…,“ segir ein kona. Einn karl segir þetta gefa svo mörg læk. „Líklega eru það LIKE-in á insta. Færð öruglega um 200 like fyrir góða selfí á toppnum.“

Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskipta hjá Landspítalanum, segir þetta áhugamál John Snorra raunar til skammar. „Súrrealískt að samfélagið peppi fjölskyldufólk — eða bara yfirhöfuð fólk — í gríðarlega hæpnum lífsháskaferðum sem snúast um dægradvöl. Þetta er miklu verra og ógeðslegra fyrsta heims vandamál — ég meina, áhugamál — en gullrisottó.“

Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og verkefnastjóri á RÚV, svarar Stefáni og segir einfaldlega: „Amen.“

Pálmi rekinn í launadeilu

Harka er að færast í starfsmannamál hjá Ríkisútvarpinu. Í síðustu viku var hópi starfsmanna sagt upp. Þeirra á meðal voru fréttamennirnir Pálmi Jónasson, Jóhann Hlíðar Harðarson og Úlla Árdal. Félag fréttamanna mótmælti uppsögnunum og þá sérstaklega að fréttamanni sem átti í launadeilu vegna yfirvinnu hefði verið sagt upp. Stundin upplýsti að sá væri Pálmi Jónasson, sem starfað hefur hjá Ríkisútvarpinu í aldarfjórðung. Víst er að Pálmi verður ekki á flæðiskeri staddur þótt honum hafi verið ýtt frá ríkisjötunni en hann er metsöluhöfundur frá fornu fari þegar hann skrifaði meðal annars bókina, Íslenskir auðmenn um íslenska auðkýfinga og rokseldi …

Brjálaðist á Bylgjunni vegna framhjáhalds: „Ætla að skila kveðju til konunnar …“

Upptaka af konu sem hringir í beina útsendingu á Bylgjunni fer nú eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Á Twitter virðist fátt annað rætt. 

Í það minnsta tíu ár eru liðin síðan konan hringdi og kvartaði undan framhjáhaldi eiginmanns síns fyrir framan þjóðina. 

Þó harmsaga liggi þar að baki þá er atvikið óneitanlega bráðfyndið og því ekki furða að því sé deilt reglulega. Hér fyrir neðan getur þú hlustað á eitt eftirminnilegasta atvik íslenskrar útvarpssögu.

Drífa minnist Halldórs: „Framlag hans verður seint fullþakkað“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, minnist Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, sem lést eftir stutt veikindi á Landspítalanum þann 18. nóvember síðastliðinn. Hann var 66 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Drífa minnist Halldórs sem góðs félaga í verkalýðsbaráttunni og kærs vinar. Hún ritar falleg orð í færslu á Facebook. „Kær vinur og félagi Halldór Grönvold er fallinn frá og hefur hreyfingin okkar misst máttarstólpa og baráttumann. Framlag hans til bættra lífsgæða vinnandi fólks verður seint fullþakkað enda helgaði hann starfsævina baráttu fyrir betra lífi launafólks. Það er okkar að halda á lofti hans góða starfi og halda áfram að berjast gegn félagslegum undirboðum og launaþjófnaði, fyrir bættri menntun, fyrir jafnrétti og almannatryggingum og öllu öðru sem Halldór setti mark sitt á,“ segir Drífa.

Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi á Englandi í vinnumarkaðsfræðum. Fyrst starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, og færði sig þaðan yfir til ASÍ. Þar gegndi hann fyrst stöðu skrifstofustjóra en lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins.

Halldór vann alla tíð ötullega að réttindum launafólks og beitti sér mjög í fræðslumálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Á síðustu árum hefur Halldór sérstaklega beitt sér fyrir aðgerðum til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði.

„Það má fullyrða að fáir hafi haft eins mikil áhrif á mótun íslenska vinnumarkaðsmódelsins og Halldór. Hann var einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður, traustur og góður félagi með yfirburðaþekkingu á vinnumarkaðsmálum. Óhætt er að segja að stórt skarð sé höggvið í raðir starfsmanna ASÍ, bæði sem hreyfingar og vinnustaðar, við fráfall Halldórs,“ segir í tilkynniningu frá ASÍ.

Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Greta Baldursdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau eignuðust tvö börn.

Anna segir sorglega sögu að baki grunsamlegu mannaferðunum: „Þetta var eldri maður“

Íbúi á Seltjarnarnesi segir nágrönnum sínum að þeir þurfi ekki að óttast grunsamlegar mannaferðir sem hafa verið umræddar undanfarið. Hún hafi orðið vitni af þeim sjálf og hafi helst áhyggjur af umræddum manni. Morgunblaðið vitnar í dagbók lögreglu í morgun en þar kemur fram að lögregla hafi borist tilkynningar um þetta. Ljóst er að sumir eru uggandi ef marka má viðbrögðin við þeirri frétt.

Anna Sofía nokkur segir í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi að enginn þurfi að óttast þennan mann. Hún hafi segir þetta hafa verið eldri maður sem virtist í annarlegu ástandi. Hann hafi verið að spjalla við sjálfan sig en ekki í innbrotshugleiðingum. Hún óttast um afdrif hans.

„Síðastliðna nótt vaknaði ég við mann fyrir utan húsið okkar þar sem hann var kominn inn í garð og var að bardúsast eitthvað fyrir framan eldhúsgluggann. Hann var að spjalla við sjálfan sig og virtist vera í annarlegu ástandi. Ég bað hann vinsamlegast um að fara í burtu en hef mikið hugsað til þessa manns í dag og hvort hann hafi ekki komist í öruggt skjól,“ segir Anna.

Hún segist vilja vita hvort hann sé kominn í skjól: „Þetta var eldri maður sem virtist vera af erlendum uppruna, miðað við hreiminn sem hann bar. Ef einhver veit einhver deili á þessum manni þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig. Ég vil svo gjarnan vita hvort hann hafi ekki komið sér í öruggt skjól. Og nei, þetta virtist ekki vera maður í innbrotshugleiðingum.“

Víðir er rosalega seinheppinn

|
Víðir Reynisson Mynd / Lögreglan

Sá dáði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur staðið sig eins og hetja í fremstu víglínu gegn Covid-19 og uppskorið að mestu bæði aðdáun og traust. En kappinn er seinheppinn ef marka má að hann er nú í þriðja sinn kominn í sóttkví eftir að hafa komist í návígi við smitaðan einstakling. Víðir lenti einnig í sóttkví í fyrri bylgjunni þegar hann þurfti að  dvelja á hóteli, fjarri fjölskyldu sinni, eftir að smit kom upp. Þá sendi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2, Víði í sóttkví eftir að hún smitaðist. Víðir er Því orðinn hagvanur í sóttkvínni og væntanlega dauðþreyttur á þessu ástandi og óheppninni. Hann getur þó fagnað því í einsemd sinni að hafa sloppið við smit …

Páll Pétursson er látinn

Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins er látinn. Hann lést á Landspítalanum í gær. Hann var 83 ára. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Páll sat tæplega þrjátíu ár á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var kjörinn á þing árið 1974 en þar á undan var hann með búskap á Höllustöðum.

Páll var líklega mest áberandi í kringum aldarmót, en hann var félagsmálaráðherra frá árinu 1995 til 2003.

Páll átti þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu, Helgu Ólafsdóttir: Krist­ínu sem er bóndi, Ólaf­ Pét­ur, pró­fess­or við Háskóla Íslands, og Pál Gunn­ar, for­stjóra Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins.

Dæt­ur henn­ar og stjúp­dæt­ur Páls eru Sól­veig Klara Kára­dótt­ir geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og Ragn­hild­ur Þóra Kára­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann í Cambridge. Páll læt­ur eft­ir sig á þriðja tug barna­barna, stjúp­barna­barna og barna­barna­barna, að sögn Morgunblaðsins.

Áttu í erfiðleikum með að finna sér vinnu á daginn, fyrir utan klúbbana og kynlífsiðnaðinn

Eftir / Lindu Björg Árnadóttur

Snemma á níunda áratug síðustu aldar varð til í New York undirmenning eða hreyfing sem kallaðist „Club Kids“ og er hún talin vera síðasta „analog“-undirmenningin. Þetta var hópur af ungu fólki sem saman varð afl sem ögraði og braut allar hugmyndir þess tíma varðandi tísku, tónlist, kyngervi, poppmenningu og miðlun. Í dag eru raktar til þeirra hugmyndir eins og „gender fluidity“ og „raunveruleikasjónvarp“ sem síðan hafa orðið almennar.
Eini gjaldmiðillinn í þessum hópi var frumleiki og sköpun. Hefðir voru óvinurinn. Krakkarnir í „Club Kids“ voru byltingarsinnar sem breyttu poppmenningunni varanlega og stanslaust fundu upp á nýjum villtum gervum og stílum. Þau urðu hreyfing sem hafði áhrif á menningu út um allan heim.

Í gegnum tuttugustu öldina hefur New York verið heimili mismunandi menningarsena nánast hvern áratug. Frá hinum villta þriðja áratug Harlem-endurreisnarinnar og abstraktmálaranna á Cedar Tavern til Beat-skáldanna og Andy Warhol og verksmiðjunnar hans.

„Club Kids“ urðu þekkt fyrir sín villtu „DIY“-gervi. Þau fengu borgað fyrir að klæða sig upp og mæta í klúbba, einkasamkvæmi og í sjónvarpsþætti í þessum búningum. Gervin þeirra voru notuð einu sinni eða tvisvar, svo var þeim hent og allt skapað upp á nýtt.

„When the Club Kids came along, we brought this idea that our identity was enough; we didn´t have to do anything else.“ Waltpaper (Walt Cassidy).

Fötin sem þau klæddust voru m.a. með margar tilvísanir í barnæskuna, þau voru í náttfötum, samfestingum, gamaldags sundfötum, með hvít trúðsandlit og með leikföng og nestisbox. Þessu var svo blandað við leður og gadda og mjög þykkbotna „platform“-skó sem varð þeirra einkenni. Þau skildu mátt fjölmiðla og notuðu þá til þess að miðla sinni sýn og boðskap til almennings. Rannsókn á kyngervi skipaði stóran sess í næturlífinu og hjá „Club Kids“ á þessum tíma en margir sem tilheyrðu LGBT+ áttu í erfiðleikum með að finna sér vinnu á daginn, fyrir utan klúbbana og kynlífsiðnaðinn ásamt því að eiga í erfiðleikum með að finna sér húsnæði til að búa í. Stórir klúbbar eins og „Limelight“ voru allsráðandi og virkuðu eins og verndarsvæði fyrir „Club Kids“-krakkana og aðra listamenn sem unnu á nóttinni. Það var einfaldlega lífshættulegt á þessum tíma að vera transkona á götunni á daginn.

„Club Kids“ voru stanslaust í blöðunum og í sjónvarpi og var eins og lífi þeirra væri varpað beint með hinum ýmsum miðlum. Þau stóðu fyrir alls konar viðburðum í klúbbunum meðal annars kvöldi sem kallaðist „Night of 100 parties“ þar sem fólk keppti í að fara í drag-gervi á skömmum tíma. Þessi hugmynd þróaðist og varð seinna að „RuPaul´s Drag Race“ sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sem gerður hefur verið.
Nýlega gaf Walt Cassidy (Waltpaper), einn af forsprökkum „Club Kids“ út mjög fallega bók þar sem hann segir sögu þeirra sem honum hefur ekki fundist vera sögð með réttum hætti hingað til, þar á meðal í kvikmyndinni „Party Monster“ frá árinu 2003.

Árið 1994 var Rudi Giuliani kosinn borgarstjóri New York-borgar og byrjaði hann strax að loka öllum klúbbum og næturlífi í borginni undir formerkjum „Quality of Life“-herferðar sinnar. Hann vildi leggja áherslu á þróun fasteigna, sýnileika stórfyrirtækja og að losa borgina við lágtekjufólk. Hann vildi henda út öllu sem ekki samræmdist hans hugmyndum um menningu og losaði hann borgina á einhvern óskiljanlegan hátt við um 100 þúsund heimilislausa einstaklinga. Að lokum tókst honum að loka öllum klúbbum og þannig gera þúsundir manns, sem unnið höfðu í næturlífi borgarinnar, atvinnulaust. Þetta var oft fólk sem á þessum tíma hafði ekki marga möguleika í atvinnulífinu vegna kynhneigðar sinnar.
Í framhaldinu fór borgin í eins konar menningarlegt „kóma“.

Hægri armur vestræns samfélags hefur lengi átt í skipulegu stríði við listamenn. Þar er frægast þegar nasistar lokuðu hinum framsækna listaskóla Bauhaus árið 1933. Nemendur skólans flúðu Þýskaland, dreifðust um allan heim og hönnuðu nútímann eins og við þekkjum hann í dag.

Höfundur er dósent og doktorsnemi.

Fékk fyrstu fullnæginguna 11 ára

Davíð Oddsson

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, þykir einstaklega klókur á  mörgum sviðum. Undir hans stjórn hefur Morgunblaðið tekið stór skref í fyrirsögnum svo eftir er tekið. Þannig tókst Mogganum að selja gjaldþrot Stuðmanna í metsölu þegar um var að ræða pínulítið rafverktakafyrirtæki en ekki hljómveit allra landsmanna. Nýjasti smellur Davíðs á mbl.is er með þá krefjandi fyrirsögn „Fékk fyrstu fullnæginguna 11 ára“. Þarna er þó auðvitað ekki um  að ræða Davíð sjálfan heldur erlenda stjörnu, Halle Berry, sem hefur fært Moggamönnum fleiri smelli en allt annað þann daginn. Menn bíða spenntir eftir næstu uppákomu smellukonunganna …

Gylfi reiður – Sá mann á Range Rover næstum drepa barn: „Sjálfsagt þurft að sinna mikilvægu erindi“

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra, greinir frá því að ökufantur hafi næstum keyrt niður barn á Seltjarnanesinu. Honum blöskrar hegðun mannsins, en sá var á Range Rover.

Gylfi lætur þessar skammir falla innan Facebook-hóps íbúa Seltjarnarnes. „Rétt áðan var ökumaður á svörtum Range Rover á leið norður Lindarbraut hársbreidd frá því að aka á barn á leið yfir gangbrautina við Hofgarða,“ segir Gylfi og bætir við:

„Ökumanninum fannst nefnilega tilvalið að taka á miklum hraða framúr strætó sem hafði stöðvað á biðstöðinni sem er þarna. Ók svo bara áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hefur sjálfsagt þurft að sinna einhverju mikilvægu erindi.“

Ísland eins og þriðja heims ríki – Svona eru spítalar í Noregi – Svikin loforð Svandísar

Myndband sem sýnir hátæknisjúkrahús í Noregi fer eins og eldur um sinu um netheima. Í ljósi þess að stjórnendur Landspítala hafa mikið til kennt húsakosti um fjölda dauðsfalla í Covid-faraldrinum og við spítalanum blasir blóðugur ríflega 4 milljarða niðurskurður á næsta ári lítur Ísland út eins og þriðja heims ríki í samanburði við frændur okkar Norðmenn.

Þrettán Íslendingar hafa nú látið lífið vegna hópsmitsins alvarlega sem varð á Landakoti. Í rannsóknarskýrslu Landspítala kom fram að slæmur húsakostur og aðstöðuleysi hafi verið megin orsökin, ásamt manneklu, fyrir því hvers vegna veiran skæða náði að grassera innan spítalans þar sem háaldraðir sjúklingar dvöldu.

Meðfylgjandi myndband sýnir ríkissjúkrahús í Noregi og má þar sjá gífurlegan aðstöðumun í samanburði við íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ljóst er að Norðmenn hafa náð að taka alfarið utan um hugtakið hátæknisjúkrahús en að sjálfsögðu þarf að taka tillilt til þess að þeir eru heppnir í peningamálum þegar litið er til olíusjóðsins opinbera. Samanburðurinn er þó hlægilegur sé horft til myndbandsins og þeirrar staðreyndar að mismunur á vergri landsframleiðsla útfrá höfðatölu er ekki svo ýkja mikill.

Þá eru kosningarloforð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra einnig tekin fyrir á twitter í dag. Þar er raunveruleikinn borinn saman við glansmyndina sem hún gaf fyrir kosningar þar sem hún lofaði því að efla heilbrigðiskerfið og þar ætti sko alls ekki að spara.

Raddir