Föstudagur 10. maí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Frænkur Ásmundar með hlaðvarp um ofbeldi: Ráðherrann og faðir hans sakaðir um innbrot og yfirgang

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Undanfarin ár hefur fjölskyldan mín þurft að þola innbrot, yfirgang og stöðug skemmdarverk upp á margar milljónir. Lögreglan á Vesturlandi neitar að bregðast við og mál velkjast í kerfinu í óeðlilega langan tíma á meðan ofbeldið stigmagnast,“ segir Ása Skúladóttir, sem stofnað hefur hlaðvarpið Lömbin þagna ekki ásamt tveimur systrum sínum þar sem fjallað er um áralangar deilur innan fjölskyldu þeirra.

 

Jörðin skuldsett

Harðar fjölskyldudeilur standa í Dalabyggð vegna umsvifa og gjörða Daða Einarssonar og sonar hans, Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra. Deilt er um jörðina Lambeyrar sem var í eigu átta systkina, afkomenda Einars Valdimars Ólafssonar.

Lambeyrar.

Jörðin fór á uppboð eftir að Daði hafði skuldsett eignirnar upp í rjáfur. Í framhaldi af uppboðinu leystu þrjú af fyrrverandi eigendum jörðina til sín og eru nú löglegir eigendur hennar. Síðan hefur ríkt stríðsástand með málaferlum og kærumálum. Ráðherrann núverandi er sakaður um innbrot í hús sem feðgarnir byggðu á sínum tíma á jörðinni. Faðir hans er sakaður um skemmdarverk. Lögregla hefur verið kölluð til en aðhefst að sögn ekki.

Lömbin þagna ekki

Skúli Einarsson, bróðir Daða, er eitt syskinanna sem leystu til sín jörðina. Eftir að deilur hafa staðið árum saman ákváðu dætur hans að grípa til þess örþrifaráðs að stofna hlaðvarp til þess að lýsa sinni hlið á málinu. Nafn hlaðvarpsins er Lömbin þagna ekki. Fyrsti þátturinn var sendur út í nótt. Systurnar þrjár rekja þar atburðarás sem er vægt sagt mögnuð og hlaðin ógnarviðburðum og áhugaleysi yfirvalda. Lýst er innbroti Ásmundar Einars í íbúðarhús á jörðinni. Þá segir frá því að hlassi af skít var sturtað við húsið. Ása segir að systurnar hafi ekki séð aðra leið færa en stofna hlaðvarpið.

Ofsóknir

„Við systurnar sjáum okkur enga aðra leið færa en að koma fram á okkar eigin vettvangi til að varpa ljósi á valdamisnotkun og það gríðarlega óréttlæti sem að fjölskyldan okkar hefur verið beitt.

- Auglýsing -
Ása Skúladóttir stofnaði hlaðvarp með systrum sínum.

Það er okkar trú að þetta mál væri ekki svona stórt og þungt í kerfinu ef að það væru ekki háttsettir menn að vinna gegn okkur,“ segir Ása.

Hún segir að ósk systranna þriggja sé einungis að sannleikurinn komi fram, skemmdarverk og ofsóknir hætti, og að lögreglan á Vesturlandi fari að sinna sínu lögbundna starfi.

„Ofbeldi þrífst í þögninni og við erum bara þrjár venjulegar konur að berjast gegn óréttlæti með einu leiðinni sem við sjáum færa,“ segir hún.

- Auglýsing -

Hér mæá finna þátt systranna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -