Mánudagur 6. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Segir nauðsynlegt að vera með breitt bak: „Stundum gat þetta verið vesen“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Daníel Alvin er kominn aftur á stjá en það ætti að gleðja ansi marga því hann var um tíma einn af vinsælstu röppurum landsins. Daníel vakti fyrst athygli þegar hann sigraði Rímnaflæði árið 2006 og byggði í framhaldi upp vinsældir með útgáfu á eigin lögum og með hljómsveitinni Þriðju Hæðinni, sem hann var meðlimur í. Nú er hann eldri og reynslunni ríkari og gaf út plötuna Þetta Líf í gær. Mannlíf ræddi við Daníel um plötuna, ferilinn og lífið.

„Mig langaði fyrst og fremst að byrja gera tónlist aftur, ekki endilega nýja plötu,“ sagði Daníel þegar hann var spurður um hvernig nýja platan varð til. „Mig langaði að komast aftur í gírinn. Ég fór að vinna í lögum og áður en ég vissi af því þá var ég búinn að hlaða í sjö lög sem ég var bara nokkuð ánægður með. Svo er fátt skemmtilegra en að skapa nýja tónlist.“

En hver er Daníel Alvin í dag?

„Dagsdaglega er ég bara að lifa venjulegu fjölskyldulífi. 9-5 vinnan og svo heim til fjölskyldunnar. Ég reyni að vera eins góður maki og ég get verið og reyni að vera eins góður pabbi og ég get verið.“

Daníel er fjölskyldumaður mikill

„Það er svo margt sem hægt er að telja upp,“ svaraði Daníel þegar hann spurður út í hvað stendur upp úr á ferlinum. „Öll giggin „back in the day“, þegar ég túraði í Litháen með stærstu hljómsveit Litháens var magnað. Svo bara allar minningarnar uppí stúdíó með strákunum að fíflast og gera það sem okkur fannst skemmtilegast að gera.“

Umdeildur í góðra vina hópi

- Auglýsing -

„Það var ákveðið vibe,“ sagði Daníel hlægjandi þegar hann er spurður um hvernig var að vera meðlimur í Þriðju Hæðinni, en sú hljómsveit þótti nokkuð umdeild á sínum tíma.
„Við vorum að vinna svolítið með að reyna „sjokka“ eins og við gátum. Öll athygli var einhvernvegin góð athygli. Auðvitað er fullt sem ég hefði vilja gera öðruvísi. Það eru alveg einver „bars“ sem ég hefði vilja sleppa eða skrifa öðruvísi. Stundum gat þetta verið vesen en í lok dags vorum við allir bara mjög góðir vinir og höfðum gaman að þessu.“

Daníel var um tíma einn af vinsælustu röppurum landsins en sumir telja að þeir sem hafi á undan honum komið hafi aldrei sýnt Daníel næga virðingu. Upplifði Daníel það eða er þetta misskilningur?

„Þegar maður er í þessu, þá þarf maður að vera með breitt bak og geta tekið því sem kemur. Mín upplifun var að ég fann aldrei fyrir neinni vanvirðinu frá þeim sem komu á undan. Við vorum bara „the young cats“ og það var alltaf bara gaman að vera þeir nýju í sviðsljósinu. Ég tel að við höfum veitt innblástur og margir sem litu upp til okkar. Jelousy is just love and hate at the same time.“

- Auglýsing -
Daníel er með breitt bak og segir það nauðsynlegt
Daníel er með breitt bak og segir það nauðsynlegt

„Minn maður Kristmundur Axel er að gera stórkostlega hluti, þvílíkt „comeback“,“ sagði Daníel um hvaða íslensku rapparar væru að gera bestu hlutina um þessar mundir.
„Að geta tekið sér svona stóra pásu, unnið virkilega í sér og komið svona tilbaka eins og hann er að gera veitir mér innblástur. Gæinn er magnaður. Herra Hnetursmjör, Birnir, Daniil, þessir gæjar eru á öðru „leveli“ líka að mínu mati.“

Þroskaður pabbarappari

„Óþarfi að minnast á aldurinn,“ sagði rapparinn hlægjandi þegar hann spurður hvort að það sé skrýtið að vera rappandi á fertugsaldrinum. „Sko, platan Þetta Líf er rosalega mikið alvöru tal og pabbarapp. Þetta eru bara mun þroskaðari lög en ég var að gera fyrir tíu árum. Þetta er samt mikið „boom bap hip hop“. En svo er ég að vinna núna í enn nýrri tónlist og hún verður allt öðruvísi en þessi plata. Hlakka mikið til að leyfa ykkur að heyra.“

En hvað tekur svo við?

„Planið er bara að halda áfram að gera tónlist, lífið er óskrifað. Hvort sem það kemur önnur plata eða bara fullt af skemmtilegum „singles“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -