Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

20 börn alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu fyrr á árinu könnun um öryggi barna í bílum. Niðurstöður hennar liggja nú fyrir og samkvæmt hennar voru alls tuttugu börn alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu.

 

Könnunin fór þannig fram að félagsmenn Landsbjargar stóðu við 57 leikskóla víða um land og athuguðu hvernig búið var um börn í bílum þegar komið var með þau til skólans. Gerð var athugun á 2088 börnum. Kannað er hvort notaður sé öryggisbúnaður fyrir barnið eða ekki og hvernig búnað er notast við. Einnig er skráð hvort að ökumaður noti bílbelti eða ekki.

Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar síðustu 34 ár og önnunin staðfestir mjög góðan árangur. Árangur sem helst má sjá í því að árið 1985 voru 80% barna í engum búnaði – ekki einu sinni öryggisbeltum – en nú á þessu ári eru þau 1%. Það er hinsvegar alltaf áhyggjuefni að til séu tilfelli þar sem börn eru beinlínis í lífshættu sökum þess að ekki er notaður réttur búnaður eða þau eru alveg laus í bílnum. Nú í ár reyndust það vera 20 börn en 83 börn voru í öryggisbeltum sem telst ekki nægjanlega öruggur búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar barnanna. 10 ára meðaltal alvarlega slasaðra barna og látinna í umferðinni er 17,5 en ef farið er aftur til ársins 1996 var meðaltalið 39,6.

Helstu atriði:

*Börn á aldrinum 0-14 ára eru 9% allra sem slasast í umferðinni og er barn sem er farþegi í bíl í meirihluta þessara slysa.

*Gerð var athugun á 2.088 börnum.

- Auglýsing -

*20 börn voru alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu.

*83 börn voru einvörðungu í öryggisbeltum sem telst ekki fullnægjandi búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar.

*Stórlega hefur dregið úr alvarlegum slysum meðal barna í umferðinni meðal annars vegna notkunar öryggisbúnaðar.

- Auglýsing -

*1985 voru 80% barna laus í bílum en árið 2019 eru þau 1%.

*Ása Ottesen fullyrðir að barnabílstóll hafi forðað systurdóttur hennar frá alvarlegum skaða í bílslysi í sumar.

*Á 18 leikskólum af 57 voru öll börn í réttum öryggisbúnaði.

*Þeir þéttbýliskjarnar sem eru til fyrirmyndar þetta árið eru Bolungarvík, Ísafjörður, Borgarbyggð, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, og Kópavogur.

*Ökumenn á Austurlandi standa sig best í notkun öryggisbúnaðar fyrir börn.

Hér má nálgast niðurstöður könnunarinnar 2019.

Er slakað á örygginu þegar barnið er orðið eldra?

Öll börn eins árs og yngri eru í réttum búnaði og hið sama á við um 95-99% barna tveggja til fjögurra ára og meira en 91% fjögurra til fimm ára barna. Það vekur athygli að aðeins 87,9% sex ára barna reyndust vera í réttum búnaði sem þýðir að um 12% sex ára barna eru eingöngu í bílbelti eða engum öryggisbúnaði.  Það er ófullnægjandi þar sem barn lægra en 135 cm á hæð skal ávallt vera í sérstökum öryggis- og verndarbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd. Öryggisbelti duga ekki.

Hvaða búnað skal nota?

Það eru ýmsar útgáfur og gerðir af öryggisbúnaðir til fyrir börn. Gerð þess búnaðar sem velja skal og hæfir best til að tryggja öryggi barnsins ræðst af hæð þess og þyngd.  Samgöngustofa er með á vef sínum mikið fræðsluefni á íslensku og fjölda annarra tungumála um öryggi barna í bílum. Hér má nálgast það efni.

Það er ekki nóg að hafa réttan búnað – hann þarf að nota rétt.

Það dugar ekki að vera með búnaðinn í bílnum – það verður að nota hann rétt. Hollensk rannsókn sýnir að í 83% tilfella var öryggi barna ekki fullnægjandi þar sem búnaðurinn var meðal annars ekki rétt notaður. Helstu mistökin og alvarlegustu er að stóllinn er ekki rétt festur eða öryggisbelti stólsins eru ekki til dæmis snúið eða það er ekki rétt staðsett á líkama barnsins.
Mörg alvarleg slys á börnum eru einmitt rakin til þessa og er ætlunin að beina sjónum að þessu sérstaklega í næstu könnun árið 2021.

Er afa og ömmu kunnugt um hvernig nota skal búnaðinn?

Í hollensku rannsókninni var áberandi kunnáttuleysi eldri bílstjóra sem í flestum tilfellum voru afar og ömmur kunnu ekki á búnaðinn.

Mikilvægt að hafa í huga:
Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
*Takið barnið og bílinn með þegar keyptur er barnabílstóll og mátið.

*Kynnið ykkur vandlega hvernig festa skuli barnabílstólinn rétt og vel.

*Gætið vel að leiðbeiningum um strekkingu og staðsetningu beltanna.

*Notið bakvísandi stól eins lengi og mögulegt er.

*Gætið þess að barnið sé vel og rétt fest í stólinn. Að beltin séu hvergi snúin og að stóllinn sé tryggilega og rétt festur.

*Barn undir 150 cm á hæð má ekki sitja á móti virkum loftpúða.

*Þegar talað er um öryggisbúnað í bílum er átt við mismunandi setubúnað, allt eftir því hver aldur og þyngd barnsins er.

*Ökumaður sem sinnir ekki skyldum sínum um verndun barna í bíl sem hann ekur má búast við að verða sektaður um 30 þúsund krónur og að fá einn refsipunkt í ökuferilsskrá fyrir hvert barn sem er laust eða ekki í réttum öryggisbúnaði í bílnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -