Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Atvinnurekandi sýknaður í nauðgunarmáli: Skammaðist sín mikið fyrir næturheimsókn á hótelherbergi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eigandi fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu var sýknaður í Héraðsdóm­i Reykja­vík­ur af ákæru vegna meintrar nauðgun­ar fyr­ir átta árum. Konan sem um ræðir kærði manninn í kjölfar sáttafundar sem haldinn var fjór­um árum eftir meint atvikið. Starfsfólk fyrirtækisins fór í stefnumótunarferð árið 2015. Hópurinn gisti á hóteli.

Mann­in­um var gefið að sök að hafa farið inn á hót­el­her­bergi þar sem kon­an lá sof­andi. Þar hafði hann að sögn af­klætt sig, farið upp í rúm til konunnar og lagst ofan á hana. Konan lýsti atvikum þannig að hann hefði haldið henni fastri, þuklað á lík­ama henn­ar og kysst hana. Þá hafi atvinnurekandinn sett fing­ur í nokk­ur skipti inn í leggöng sín og reynt að þröngva sér inn á meðan hún barðist á móti.

Ríkisútvarpið segir frá því að fyr­ir dómi hafi konan lýst því að hún hefði farið snemma að sofa um kvöldið. Árla morg­uns hefði maður­inn komið inn á hót­el­her­bergi henn­ar. Hún sagði hann hafa ít­rekað sagt hluti við sig eins og „veistu ekki hver ég er?“. Hún sagði at­hæfið hafa staðið yfir í um hálfa til eina klukku­stund. Að lok­um hafi maður­inn hálfpart­inn gef­ist upp. Í kjöl­farið sagðist kon­an hafa leitað til sam­starfs­konu sinn­ar og sagt henni frá at­vik­inu.

Suðað um kynlíf

Maður­inn neitaði sök en viðurkenndi að hafa farið inn á hót­el­her­bergi kon­unn­ar, sem hefði verið ólæst. Hann hafði ímyndað sér að hún hefði gefið hon­um und­ir fót­inn yfir dag­inn. Atvinnurekandinn sagðist átta sig á því að það hefði verið rangt og framkoman hefði verið dómgreind­ar­brest­ur af hans hálfu.

Maður­inn viðurkenndi að kon­an hafi strax gert hon­um grein fyr­ir því að hann væri ekki vel­kom­inn. Hann hefði engu að síður reynt að fá hana til kyn­lífs með því að suða í henni. Hann sagði eng­ar snert­ing­ar hafa átt sér stað en að hann hefði farið úr jakka, skóm og bux­um og lagst upp í rúm og sofnað.

Fyrir dóminum sagðist hann hafa skamm­ast sín mikið fyr­ir at­vikið og beðið kon­una af­sök­un­ar á og að hún hefði fallist á af­sök­un­ar­beiðni hans. Þau hefðu unnið áfram sam­an í fjög­ur ár eft­ir þetta og ekk­ert hefði skyggt á sam­skipti þeirra. Hann hafði ákveðið að fara á skrif­stof­una til kon­unn­ar og beðið hana að tala við sig í ein­rúmi þar sem hann hefði aft­ur beðið hana af­sök­un­ar. Þá hafi hún sagt að þetta væri ekk­ert stór­mál. Hann hefði því talið að þar með væri mál­inu lokið. Kon­an sagðist hafa tekið við fyrri af­sök­un­ar­beiðni manns­ins í gegn­um síma en að hún hefði verið í opnu vinnu­rými og átt erfitt með að tala og lítið annað getað gert en að fall­ast á af­sök­un­ar­beiðnina. Hún hefði síðan reynt að loka á at­vikið.

- Auglýsing -

Fyr­ir dómi sagði kon­an að maður­inn hefði komið til henn­ar þegar Met­oo-umræðan hefði komið upp og beðist af­sök­un­ar á ný. Hann hefði hins veg­ar ekki virst hafa áhyggj­ur af líðan henn­ar. Þetta hefði komið henni á óvart og henni hefði fund­ist hún ekki geta annað en sagt að þetta væri í lagi.

Dóm­ur­inn taldi að af gögn­um máls­ins að dæma og gegn neit­un manns­ins hvorki vera sannað svo hafið verði yfir skyn­sam­leg­an vafa að ákærði hafi gerst sek­ur um nauðgun eða til­raun til nauðgun­ar. að loka á at­vikið

Dóm­ur­inn taldi framb­urð ákærða og vitna ekki sanna að maður­inn hafi gerst sek­ur um nauðgun eða til­raun til nauðgun­ar.

- Auglýsing -

Kröfu kon­unn­ar um miska­bæt­ur að fjár­hæð fimm millj­ón­ir króna var hafnað og sak­ar­kostnaður felld­ur á rík­is­sjóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -