2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fyrstu viðbrögð Hatara eftir undanúrslitakvöld: „Augljóst er að auðvaldið er skrefi nær hruni.“

„Við erum þakklátir fyrir þetta tækifæri. Augljóst er að auðvaldið er skrefi nær hruni,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, meðlimur Hatara, á fréttafundi eftir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision.

Klemens þakkaði heiminum, Evrópu, fjölskyldu sinni og aðdáendum fyrir stuðninginn.

Ísland er komið í úrslit Eurovision. Hatrið er því skrefi nær sigri.
Auk Íslands komust Grikkland, Hvíta-Rússland, Serbía, Kýpur, Eistland, Tékkland, Ástralía, San Marinó og Slóvanía áfram.

Fréttamaður Stöðvar 2 spurði hvaða þýðingu það hefði fyrir bandið að hafa komist áfram í úrslit. Þá spurði hann hvort til stæði að Hatarar geri breytingar á atriði sínu fyrir kvöldið. Klemens sagðist ekki þora að svara spurningunni enda væri svarið hugsanlega of pólitískt.

Á fundinum kom fram að Hatarar stígi á svið seinni helming úrslitakvöldsins. Úrslitakvöld Eurovision fer fram næsta laugardag, 18. maí, klukkan 19.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is