Fimmtudagur 2. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Barnapíur með hærri laun en unglingar Vinnuskólans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnapössun gefur hærri laun en Vinnuskólinn þetta árið. Þetta eru lauslegar niðurstöður óformlegrar rannsóknar ritstjórnar sem renndi yfir umræðuþræði í mæðrahópum á Facebook nú í dag, en spurt er hversu hátt tímakaup tólf ára barnapía eigi að innheimta fyrir að gæta sér yngri barna nú meðan sól er hvað hæst á himni og skólarnir skella í lás.

Spurt er í einum slíkum hóp hversu hátt tímakaup tólf ára barn ætti að þiggja fyrir að gæta yngri systkina og eru flestir á því máli að 500 til 1000 krónur séu ágætt tímakaup. Einhver stingur upp á dag- og kvöldvinnutaxta, 500 krónum að degi til og 1000 krónum að kvöldlagi.

Aðrir vísa í launataxta Vinnuskólans og segja tímakaup sumarvinnu ágætt viðmið. „Þar sem nokkrar tala um vinnuskóla eða 2000 kr. á tímann þá vil ég bara segja að barnið mitt á 17. ári fær 2227 krónur á tímann í vinnuskólanum í okkar bæjarfélagi,“ svarar ein móðirin á umræðuþræði í Mæðra Tips. „Ég væri bara glöð ef barnið mitt fengi að passa með 500 kr. á tímann, sorry með mig en mér finnst þetta orðið ansi dýrt og mögulega orðið erfitt fyrir krakka að fá að passa því margir geta ekki borgað 1000 kr og eiginlega ekki til orð þegar fólk talar um 2000 kr!“ svarar þá önnur og bendir þar á að ekki allir foreldrar svo efnaðir.

„Ég borgaði minni 1250 kr. á tímann, hún var yfirleitt hjá mér í tvo tíma í enn svo 2500 kr skiptið“ svarar önnur en ekki fylgir sögunni hversu langt er um liðið. Flestar eru mæður svarþráðar þó sammála um að 500 til 1000 kr. séu ljómandi góð laun fyrir barnapíur nú í sumar þó flestar hallist þær að hærri tölunni. „Barni sem er 12 ára myndi ég borga 500, ekki 1000. Barnið er ekki komið á vinnualdur og að passa 7 ára barn sem er frekar duglegt að gera hlutina sjálft á þeim aldri en ekki 3-4 ára sem algjörlega þarf að passa að heyrist hljóð í svo það pissi ekki…“ bendir hagnýt húsmóðir á.

Þess má geta að Vinnuskóli Reykjavíkurborgar greiðir 8. bekkingum 664 kr. á tímann nú í ár, þá hækkar taxtinn upp í 886 kr. fyrir 9. bekkinga og loks fá börn í 10. bekk 1.107 kr. á tímann fyrir að reita arfa og snyrta blómabeð í höfuðborginni í sumar, en orlof er reiknað ofan á laun. Mæður virðast því nokkuð ríflegar í samningum við barnapíur ef marka má samanburðartölur þær sem lesa má hér að ofan, en nýleg könnun á vegum Landsbankans sýnir að þriðjungur barnapía fær um 1000 krónur í tímakaup. Í öðru sæti könnunar tróna þær barnapíur sem þiggja 700 krónur í tímakaup og lestina reka svo um 30% svarhlutfalls, 500 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -