Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Birgir ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meiri­hluti bæjar­stjórnar Ísa­fjarðar­bæjar hefur á­kveðið að ráða Birgi Gunnars­son í starf bæjar­stjóra Ísa­fjarðar­bæjar, samkvæmt tilkynningu frá bænum. Birgir mun hefja störf 1. Mars, en ráðningin er með fyrir­vara um sam­þykki bæja­rstjórnar sem kemur næst saman 20. febrúar.

Birgir var for­stjóri Reykja­lundar endur­hæfingar­mið­stöðvar í Mos­fells­bæ til ársloka 2019 og þar áður var hann for­stjóri á Heil­brigðis­stofnuninni á Sauð­ár­króki, frá 1991-2007.

Birgir er fæddur árið 1963 og er upp­alinn á Siglu­firði og lauk þaðan grunn­skólanámi. Hann er stúdent frá Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra á Sauð­ár­króki og rekstrar­fræðingur frá Há­skólanum á Bif­röst. Því til við­bótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Há­skólanum í Gauta­borg. Birgir á þrjú börn, Sæ­var, Gunnar og Birgittu, og er í sam­búð með Astrid Boy­sen.

Birgir hefur gegnt ýmsum trúnaðar­störfum, svo sem setið stjórn í Nor­ræna heil­brigðis­há­skólans í Gauta­borg, verið for­maður Lands­sam­bands heil­brigðis­stofnana, for­maður Fé­lags for­stöðu­manna heil­brigðis­stofnana og ýmis­legt fleira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -