2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dystópísk og ógeðsleg hugmynd

Þingflokksformaður Pírata sakar Miðflokkinn um að beita „ljótri taktík“ í umræðum um þungunarrof. Hún hvetur þingmenn flokksins til að beita sér fyrir aukinni smokkanotkun.

Þetta er á meðal þess er fram kemur í forsíðuviðtali Mannlífs við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Þar er meðal annars komið inn á frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Það mál er umdeilt, einkum ákvæði um að konur munu hafa fullan rétt til að taka ákvörðun um þungunarrof fram að 22. viku. Sjálf er Þórhildur Sunna fylgjandi frumvarpinu. „Það eina sem þessi nýju lög breyta er að ákvörðunarvaldið færist úr höndum ríkisins í hendur konunnar. Þessi tímafrestur er nú þegar til staðar en til þess að fá hann í gegn þarf að fara fyrir undanþágunefnd á vegum ríkisins. Þungunarrof er í dag framkvæmt fram að 22. viku í ákveðnum undantekningartilfellum. Það sem er verið að gera með þessari nýju löggjöf er að konum er treyst til að taka þessa ákvörðun og að þær þurfi ekki samþykki einhverrar nefndar, lækna, ríkisstarfsmanna eða embættismanna fyrir þeirri ákvörðun.“

Uppákoma varð á þingi í umræðu um málið á dögunum þegar Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórhildi Sunnu hvort hún hefði persónulega reynslu af þungunarrofi. Því tók Þórhildur Sunna illa og baðst Þorsteinn síðar afsökunar á ummælum sínum.

Þórhildur Sunna segir Miðflokkinn nota „ljóta taktík“ í nálgun sinni á þetta mál og nefnir sérstaklega frumvarp sem þingmenn flokksins hafa lagt fram og felur í sér að mæður sem gefa börn sín til ættleiðingar fái fæðingarstyrk í sex mánuði eftir fæðingu barns. „Þetta finnst mér alveg gríðarlega dystópísk og ógeðsleg hugmynd. Þetta lyktar af því að konur séu útungunarvélar sem fái greitt fyrir að ganga með börn sem fólk vill ættleiða. Þetta angar af kvenfyrirlitningu og fordómum og vantrausti í garð kvenna. Ef þeim er svo annt um að draga úr ótímabærum þungunum ættu þessir þingmenn að vera miklu duglegri að hvetja til smokkanotkunar. Það eru einmitt karlmenn sem best eru til þess fallnir að koma í veg fyrir slíkar þunganir.

AUGLÝSING


 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is