Miðvikudagur 20. september, 2023
12.8 C
Reykjavik

Hlýtur Twitter sömu örlög og MySpace?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Twitter hefur hótað samfélagsrisanum Meta lögsókn eftir að Meta setti örbloggsappið „Threads“ á markað. Threads er á margan hátt líkt Twitter en Twitter telur að Meta hafi ráðið til sín fyrrum starfsmenn sína og nýtt þá til að flýta þróun á nýja forritinu en Meta hafna því.

Lögfræðingur á vegum Twitter, Alex Spiro, sendi forstjóra Meta, Mark Zuckerberg, bréf með ásökunum um stuld á upplýsingum með fyrrgreindum ráðningum starfsmanna. Bréfið var fyrst birt á Semafor, en í bréfinu kemur einnig fram að Twitter muni nýta sér rétt sinn til að verja hugverk sín.

Litið er á að hótunin sé til marks um að Twitter líti á Threads sem raunverulega ógn á markaðnum. Twitter setti nýlega takmarkanir á hversu mörg tíst notendur geta skoðað á hverjum degi sem hefur komið illa við kauninn á ansi mörgum notendum. Elon Musk sagði í fyrstu að þetta væri til þess að hamla fyrirtækjum í að nota Twitter til að þjálfa gervigreindarmódelin sín en gera má því skóna að aðgerðirnar hafi líka verið til þess að takmarka aðgang samkeppnisaðila að efni og mögulega til að hvetja notendur til áskrifta þar sem áskriftarnotendur hafa ríflegri heimildir til að neyta efnis Twitter.

Threads, ólíkt mörgum öðrum sem hafa reynt að keppa við Twitter, fékk gríðarlega jákvæðar móttökur en yfir 30 milljón notendur nýskráðu sig fyrsta daginn. Threads er samtengt Instagram og til að stofna Threads aðgang er Instagram aðgangur nauðsyn sem gerir það að verkum að Threads hefur strax aðgang að þeim gríðarlega fjölda fólks sem þegar notar Instagram.

Blaðamaður á vegum The Guardian, Kari Paul, birti grein um fyrstu upplifun sína af appinu en þar lýsir hún því að Threads og Twitter séu á margan hátt svipuð en Threads bjóði upp á þægilegt notendaviðmót og hafi fært hana til þess tíma áður en Musk keypti Twitter í október á síðasta ári fyrir 44 milljarða dala.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -