Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Óttast að morðingi Rachel Morin láti aftur til skara skríða: „Ber enga virðingu fyrir mannslífum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Maðurinn sem myrti fimm barna móðurina Rachel Morin í Maryland á hrottalegan hátt, mun líklegast drepa aftur, verði hann ekki handsamaður fljótlega, varar lögreglan við.

Morðinginn gæti orðið frakkari nú þegar hann hefur verið á flótta á þriðja viku, að sögn lögreglustjóri Harford-sýslu, Jeff Gagler. „Þessi manneskja ber enga virðingu fyrir mannslífum og þar til hann verður handsamaður, er hætta á að hann harmi aðra manneskju,“ sagði Gahler við Fox News.

Lögregluyfirvöld hafa leitað hins óþekkta morðinga frá því að lík Rachel Morin fannst 6. ágúst síðastliðinn í Ma & Pa gönguleiðinni í Bel Air, aðeins sólarhringi eftir að kærasti hennar tilkynnti um hvarf hennar. DNA-sýni sem fannst á vettvangi morðsins, passaði við DNA manns sem braust inn á heimili í Los Angeles borg og braut á ungri stúlku. Sést maðurinn yfirgefa heimlið í myndbandi úr öryggismyndavél hússins en þar sést ekki í andlit mannsins. Þrátt fyrir DNA-sýnin veit lögreglan engin deili á honum.

„Þessi einstaklingur er hættulegur öllum samfélögum milli Bel Air og Los Angeles því við vitum ekki hvar hann hvílir höfuðið á nóttunni,“ sagði Gahler en hann segir leitina vera „algjört forgangsverkefni“.

Vegna þess hversu ofbeldisfullar báðar árásirnar voru og vegna þess hve stuttur tími leið á milli þeirra, þrátt fyrir gríðarlega vegalengd á milli þeirra, telja rannsakendur að árásirnar séu einungis toppurinn af ísjakanum. „Ég bara trúi því ekki að þú gerir eitthvað tvennt sem er svo alvarlegt, og að það sé það fyrsta sem þú hefur gert. Það er mjög líklegt að maðurinn sé tengdur öðrum glæpum,“ sagði Gahler.

Þrátt fyrir að ekki sé vitað hver morðinginn er, telur lögreglan að hann hafi tengsl við bæði Los Angeles og Bel Air. Gahler lögreglustjóri biðlaði til íbúa beggja svæða að stíga fram ef þeir kannast við manninn á myndbandinu sem birt var opinberlega á dögunum. Telur lögreglan að um sé að ræða mann á þrítugsaldri, af rómönskum ættum, um 175 sentimetri á hæð og um 75 kíló á þyngd. „Það er mjög líklegt að einhvern kannist við hann þar um slóðir og að einhver kannist við hann hér.“

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt The New York Post.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -