Sunnudagur 4. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Reikna með að blái kjóllinn sem Díana átti seljist á um 56 milljónir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Blái kjóllinn sem Díana klæddist í Hvíta Húsinu árið 1985 er til sölu.

 

Blái flauelskjóllinn sem Díana prinsessa klæddist þegar hún dansaði við John Travolta í veislu í Hvíta Húsinu árið 1985 verður seldur á uppboði. Áætlað er að kjóllinn muni seljast á um 56 milljónir króna.

Díana seldi kjóllinn, sem er frá merkinu Victor Edelstein, sjálf árið 1997, tveimur mánuðum áður en hún lést, fyrir 100,000 pund. Ágóðinn rann allur til góðgerðamála. Það var athafnakonan Maureen Dunkel sem keypti kjólinn. Kjóllinn var þá í hennar eigu þar til hún varð gjaldþrota árið 2011. Kjóllinn seldist þá aftur á uppboði árið 2013.

Kjóllinn er nú enn og aftur kominn á sölu og það er uppboðshúsið Kerry Taylor Auction sem heldur utan um söluna.

Mynd tekin þegar kjóllinn var seldur á uppboði árið 2013. Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -