Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Gunnusjóður – Styrktarsjóður Guðrúnar Ögmundsdóttur stofnaður fyrir Ljósbera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var glatt á hjalla í Ljósinu í gær, mánudaginn 20. janúar, þegar vinir og aðstandendur Guðrúnar Ögmundsdóttur færðu Ljósinu tæplega 700 þúsund króna styrk í hennar nafni.

Við það tilefni var Gunnusjóður formlega stofnaður í Ljósinu en sjóðnum er ætlað að styðja við þá sem minna hafa á milli handanna og því erfiðara með að nýta sér þjónustuliði sem eru í verðskrá, segir í tilkynningu frá Ljósinu.

Sigþrúður Ármann, Kristín Jónsdóttir, Erna Magnúsdóttir, Gísli Víkingsson, Ingibjörg Gísladóttir og Ragnheiður Agnarsdóttir
Mynd / Ljósið

Kristín Jónsdóttir, vinkona Guðrúnar og flokkssystir í Kvennalistanum, sagði við afhendinguna að eftir lát Gunnu vildu margir minnast þessarar merkilegu konu sem naut svo mikillar virðingar í samfélaginu. Kvennalistakonur stofnuðu því bankareikning sem vinir og vandamenn lögðu inn á.

„Í anda Gunnu, sem ætíð hafði jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi, mun Ljósið nota sjóðinn til til að bjóða þeim sem ekki eru aflögufærir að nýta sér þá þjónustu sem Ljósið býður þeim að kostnaðarlausu,” sagði Kristín við tilefnið.

Það var létt yfir mannskapnum.
Mynd / Ljósið

Af hverju var Ljósið valið?

Að sögn Gísla Víkingssonar, eiginmanns Guðrúnar, var það hennar ósk að ef fólk vildi minnast hennar þá væri Ljósið einn af þeim stöðum sem hún vildi að yrði fyrir valinu.

- Auglýsing -

Sigþrúður Ármann frá Exedra, sem er vettvangur fjölbreytts hóps kvenna í atvinnulífinu og Guðrún var virkur meðlimur í, var viðstödd afhendinguna fyrir hönd félagsskapsins og sagði við tilefnið: „Þegar við í Exedra fréttum af þessari söfnun ákváðum við að taka höndum saman og leggja í sjóðinn. Guðrún var virk í Exedra og hafði þar sterka rödd. Hún var ótrúleg kona og við gleðjumst yfir því að fá að taka þátt í að stofna þennan sjóð.”

Við sendum okkar dýpstu þakkir til allra þeirra sem lögðu í sjóðinn og tökum nú við þessari fallegu hugsjón og leyfum þannig nafninu hennar Gunnu að óma um Ljósið og styðja við þá Ljósbera sem á þurfa að halda, líkt og henni var einni lagið.

Reikningsnúmer: 0137-05-065826 kt. 590406-0740.

Að sjálfsögðu var boðið upp á köku og kaffi að athöfn lokinni, líkt og tíðkast í Ljósinu. Mynd / Ljósið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -