Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hafnarfjarðarbær kynnir drög að rammaskipulagi hafnarsvæðis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kynning og samtal um drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis Hafnarfjarðar fór fram í Hafnarborg  í gær að viðstöddu fjölmenni.

 

Vinna við gerð rammaskipulagsins hefur staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Höfundar kynntu á fundinum drög að rammaskipulaginu sem nú liggur fyrir. Rammaskipulagið er nánari útfærsla á aðalskipulagi. Áður er framkvæmdir hefjast þarf að samþykkja deiliskipulag.

Hér má sjá nokkrar myndir og útskýringar, nánari upplýsingar og fleiri myndir má finna á hafnfirðingur.is og á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: [email protected] auk þess sem hægt er að senda hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð.

Iðnaðarhverfi verður íbúðabyggð

- Auglýsing -

Á Óseyrarsvæðinu, þar sem áður var iðnaðarhverfi, er fyrirhuguð íbúðabyggð sem hefur góða tengingu við sjóinn, slippsvæðið og miðbæinn sem og gott aðgengi að almenningssamgöngum. Þar verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttar gerðir íbúða þar sem áhersla verður lögð á gott aðgengi hjólandi og gangandi umferðar með góðum skjólgóðum inngörðum, en bílastæði á íbúðasvæðinu eru að mestu í bílageymslum í kjallara. Á Flensborgarhafnarsvæðinu frá Kænunni til nýrrar Hafróbyggingar verður möguleiki á blandaðri starfsemi í hvaða formi sem er.

Blönduð byggð á Slippsvæði

- Auglýsing -

Slippsvæðið, frá Fornubúðum í átt að miðbænum, er hugsað sem blönduð byggð þar sem gert er í meginatriðum ráð fyrir starfsemi á neðri hæðum og íbúum eða skrifstofum á efri hæðum. Lögð er áhersla á lávaxna byggð með ásættanlegu byggingarmagi og kvarða húsa í takt við sérkenni Hafnarfjarðar. Unnið er út frá því að greiðar göngu- og hjólaleiðir séu um svæðið til að tengja Strandstíginn við Fjarðargötuna, í raun alveg frá Norðurbakkanum að Fornubúðum í gegnum Slippsvæðið. Gert er ráð fyrir að almennings stoppistöð sé á móts við Slippsvæðið sem þjónustar íbúa, atvinnustarfssemi og ferðamenn sem heimsækja svæðið.

Skjólgott hafnartorg og aðlaðandi afþreyingarsvæði

Á Slippsvæðinu er gert ráð fyrir skjólgóðu hafnartorgi með útsýni yfir smábátabryggjuna og miðbæinn en þær nýbyggingar sem verða á svæðinu skapa möguleika á fjölda veitingahúsum, kaffihúsum og afþreyingu af ýmsu tagi. Möguleikar á gosbrunni, leiktækum fyrir börn og aðlaðandi setsvæði verður á torginu en torgið er hugsað til að styrkja svæðið og möguleika Hafnfirðinga til að heimsækja höfnina. Þá er einnig hugað að menningarminjum og lagt til að minningin um slippinn verði með einum eða öðrum hætti gerð skil.

Tækifæri í takt við tíðaranda

Siglingarklúbburinn færist nær miðbænum og aukast þá möguleika þeirra til að stækka og dafna. Á því svæði er einnig lagt til að setja opna heita potta og skapa þannig möguleika á að nýta svæðið til frekari tækifæra í takt við núverandi tíðaranda þ.e. sjósund eða böð. Mikil áhersla er lögð á að tengja vel miðbæinn við höfnina með gróðri, bekkjum, göngustígum og möguleikum á veitinga- og kaffihúsum sem taka á móti gestum og gangandi. Væntingar eru til að á svæðinu dafni matarmarkaður og skapandi starfsemi í bland við iðandi mannlíf og íbúa. Hafnfirsku trillurnar eiga enn sinn stað og verður bryggjum fyrr smábáta fjölgað í átt að miðbænum sem enn frekar dregur upp það mannlíf og þau sérkenni sem einkennir sögu Hafnarfjarðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -