Þriðjudagur 26. september, 2023
11.8 C
Reykjavik

Handtekinn fyrir að vera „samkynhneigður í útliti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Portúgalskur maður segist hafa verið handtekinn í Tyrklandi og haldið í illa aðbúnu fangelsi í þrjár vikur. Ástæðuna segir hann vera að hann liti út fyrir að vera samkynhneigður.

Miguel Alvaro var einn í ferðalagi um Istanbul í síðasta mánuði. Hann villtist þegar hann var á leið að hitta vin sinn og bað lögreglu um að vísa sér leiðina. Rétt hjá var skrúðganga sem haldin var til heiðurs réttinda samkynhneigðra en Miguel vissi ekki af henni. Annar lögreglumannana handtók hann og hrinti honum inn í lögreglubíl.
„Þeir gripu um hendurnar á mér og ég reyndi að losna en þá var ég laminn í rifbeinin og öxlina. Eftir fimm klukkutíma aftan í lögreglubílnum var mér sagt að ég hafi verið handtekinn vegna þess hvernig ég liti út. Þeir héldu að ég væri þáttakandi í skrúðgöngunni. Ég var bara á röngum stað á röngum tíma,“ sagði Miguel Alvaro.

Hann segist lítið hafa sofið á meðan hann sat inni og óttaðist að ráðist yrði á hann vegna kynhneigðarinnar. Nokkrum vikum eftir handtökuna fékk hann í fyrsta sinn leyfi til þess að hringja og hafði hann þá samband við föður sinn sem hringdi beint í Portúgalska sendiráðið.

Miguel var þá látinn laus en hann segist ekki hafa náð sér andlega eftir handtökuna. Samkynhneigð er lögleg í Tyrklandi en á mörgum stöðum er litið niður á hana. Aðstæður samkynhneigðra þar á landi virðist versna með tímanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -