Miðvikudagur 31. maí, 2023
9.8 C
Reykjavik

Karlmönnum í hópi útigangsfólks á Íslandi fjölgar um 87 prósent

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hagstofan gaf nýverið út nýtt manntal yfir fjölskyldur og heimili og í því sýnt samanburður milli áranna 2011 til 2021. Þar kemur fram gríðarleg aukning í fjölda heimilislausra á Íslandi en árið 2011 voru 761 einstaklingar skráðir heimilislausir en var sú tala komin upp í 1.272 einstaklingar árið 2021 og er það aukning um 67,1 prósent.

Mynd/Hagstofa Íslands

Mest aukning hjá karlmönnum

Í gögnum frá Hagstofu má glögglega sjá aukning var hjá báðum kynjum í báðum flokkum en að mest var hlutfallsleg aukning hjá karlmönnum. Var hún tæp 71 prósent hjá karlmönnum í húsnæðishraki og rétt tæp 87 prósent hjá karlmönnum í útigangi.

Heimilisleysi

Heimilisleysi er skilgreint eftir evrópskri flokkun sem skiptist annars vegar í útigangsfólk sem hefur hvergi húsnæði eða höfði sínu að halla og hins vegar einstaklinga sem eru í húsnæðishraki og hefur enga fasta búsetu. Er það annað hvort vegna þess að það er á sífelldum flutningi á milli heimila eða fólk sem er á biðlistum hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði.

Blaðamaður Mannlífs hafði samband við Ómar Harðarson hjá Hagstofu Íslands til að leita frekari útskýringar á hvernig upplýsinganna sé aflað:

„Við fengum upplýsingarnar um útigangsfólk og fólk í húsnæðishraki frá sveitafélögunum og við [hjá Hagstofunni] bættum svo við þessum með tíða flutninga milli staða.“

Aðspurður hvort náist að halda yfirsýn yfir þá einstaklinga sem flakki á milli sveitafélaganna svarar Ómar að ef sveitarfélaginu sé kunnugt um bága stöðu viðkomandi sé það skrásett og Hagstofa upplýst.

- Auglýsing -

Aðspurður um hvort að þessir einstaklingar séu þá ekki með skráð lögheimili neins staðar svarar Ómar: „Jú, jú það getur verið með skráð lögheimili. Það er víða þannig að það sé á skrá einhvers staðar.“ Möguleikinn á því að fleiri einstaklingar séu þarna úti, sem týnist á milli kerfa og skráninga sveitarfélaganna, segir Ómar hann töluverðan enda sé það almennt vandamál þegar kemur að heimilislausum að erfitt sé að telja þá.

Einstaklingar sem kjósa það að láta sig ekki finna eru ekki með í tölum Hagstofu og því bendir Ómar á að tölurnar séu útgefnar eftir bestu vitund.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -