2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Flestir Íslendingar með 550 til 600 þúsund krónur á mánuði

Árið 2018 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 721 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi heildarlauna var 632 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Þegar horft er á dreifingu heildarlauna var algengast að mánaðarleg heildarlaun væru á bilinu 550 til 600 þúsund krónur og var rúmlega tíundi hver fullvinnandi launamaður með heildarlaun á því bili.

Heildarlaun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 hjá fullvinnandi starfsmönnum. Heildarlaun ríkisstarfsmanna voru 818 þúsund krónur að meðaltali en 593 þúsund krónur hjá starfsmönnum sveitarfélaga.

Dreifing heildarlauna var ólík eftir launþegahópum, þannig voru um 70% starfsmanna sveitarfélaga með heildarlaun undir 650 þúsundum króna á mánuði en það sama átti við um 35% ríkisstarfsmanna og tæplega 55% starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Um 5,5% starfsmanna á almennum vinnumarkaði og ríkisstarfsmanna var með heildarlaun yfir 1.400 þúsund krónur á mánuði en óverulegur hluti starfsmanna sveitarfélaga var með þau laun.

AUGLÝSING


Í fyrsta skipti reiknar Hagstofan sérstaklega launagreiðslur í gististaða- og veitingageiranum og kemur í ljós að launagreiðslur þar eru í lægri kantinum, eða 504 þúsund krónur að meðaltali. Miðgildi heildarlauna var 495 þúsund krónur. Í atvinnugreininni er dreifing heildarlauna verulega frábrugðin dreifingu grunnlauna þar sem greiðslur vaktaálags eru algengar og einnig er nokkuð um yfirvinnu.

Tæplega 60% fullvinnandi starfsmanna voru með grunnlaun undir 400 þúsund krónur á mánuði og tæplega 25% starfsmanna ef horft til heildarlauna. Greiddar stundir á mánuði í atvinnugreininni voru að meðaltali 183,6 sem er rétt undir meðaltali allra, en það var 184,5 greiddar stundir.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum