Laugardagur 11. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Helgi Seljan lýsir ógnandi hegðun Jóns Óttars: „Ég hélt á barninu og það var stigið á milli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Seljan varð var við að eftir að þáttur Kveiks um Samherjamálið fór í loftið var setið um hann; ákveðinn maður fór að mæta á kaffihús sem hann mætti reglulega á á vissum tíma. Sá var Jón Óttar Ólafsson.

„Í fyrstu hélt ég í einfeldni minni að hann vildi segja mér eitthvað, af því að ég hélt að hann væri ekki lengur að vinna hjá fyrirtækinu og reyndar sagði hann mér það sjálfur; hann sagðist vera að skrifa kvikmyndahandrit um hina raunverulegu glæpamenn Íslandssögunnar sem væru Kaupþingsmenn, sem hann var held ég að vinna einhvern tímann fyrir; að minnsta kosti höfðu kynni mín af honum verið þau að ég hafði hitt hann á fundi með lögmönnum Kaupþingsmanna í aðdraganda dómsmálsins þar sem hann hafði eitthvað verið að vinna fyrir þá. En núna voru þetta orðnir hinir einu sönnu glæpamenn og hann sagðist vera að skrifa kvikmyndahandrit um þá og væri löngu hættur hjá Samherja. Síðan hélt þetta áfram og hann fór að koma þarna og þetta varð sífellt skrýtnara.

Síðan ágerðist þetta og hann fór að verða ógnandi.

Síðan fór ég að heyra utan frá mér að hann væri líklegast að vinna fyrir þá. Í millitíðinni hafði Jóhannes Stefánsson uppljóstrari þurft að leita til lögreglu vegna þess að Jón Óttar hafði elt hann og opnað bíldyrnar hjá honum. Og það fyndna við þetta er, að í öllum þessum látum – í öllum þessum heimsóknum Jóns á Kaffifélagið – þá kom hann einhvern tímann og sýndi mér myndband sem hann tók sjálfur af þessu atriði eftir að Jóhannes hafði sagt mér frá þessu. Hann reyndi að presentera þetta þannig fyrir mér að þarna væri Jóhannes að elta hann. Þetta var hálfsúrrealískt. Ég kenndi hálfpartinn í brjósti um hann vegna þess að ég hélt að þarna væri maður sem hefði lent í einhverju áfalli fyrir að hafa flækst inn í þessi mál. Hann gerði það. Og vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Síðan ágerðist þetta og hann fór að verða ógnandi. Einhvern tímann kom ég með son minn, en ég var í fæðingarorlofi með hann lítinn, og þá kom hann þarna inn og heimtaði frá mér einhverja yfirlýsingu um að við hefðum ekkert reynt að ná í hann áður en við gáfum út bókina,“ segir Helgi og vísar til bókarinnar „Ekkert að fela. Á slóð Samherja í Afríku“.

„Ég sagði að hann fengi enga yfirlýsingu frá mér um það, því hann vissi að við hefðum reynt að ná í hann. Þá æsti hann sig upp og þetta varð „hálftense“. Ég hélt á barninu og það var stigið á milli án þess að til átaka kæmi. Hann virkaði ekki í miklu jafnvægi. Svo hélt þetta áfram.

Hann fór að mæta þarna og hvíslaði að mér að hann vissi hvert uppljóstrarinn væri fluttur sem voru upplýsingar sem enginn gat haft,“ segir Helgi og á þar við Jóhannes Stefánsson.

- Auglýsing -

„Svo fór ég að fá skilaboð frá honum og þáverandi eiginkonu hans, sem hann gekkst reyndar síðan við að hafa sent frá Facebook-síðu hennar; þetta voru skilaboð um að nú þyrftum við að passa okkur og að næstu dagar yrðu ekki góðir hjá okkur. Það var um það leyti sem þessi myndbandaröð þeirra var að byrja. Þetta gekk svona yfir mig og Inga Frey, blaðamann hjá Stundinni, í einhverja daga. Auðvitað, eftir á að hyggja, hefðum við náttúrlega strax átt að leita til lögreglunnar út af þessu, en þetta var nýtt og menn vissu ekki hvernig þeir áttu að taka á þessu. Við höfum líka svo sérstakan „tendens“ á Íslandi til að álíta að svona hlutir séu léttvægari hér. Það er eitthvað sem við verðum að læra; við þurfum að hætta því.

 

Nýjasta helgarviðtal Mannlífs við Helga Seljan má lesa hér. Einnig er hætt að nálgast ókeypis eintak af blaðinu í verslunum Bónuss og Hagkaupa.

- Auglýsing -

Viðtalið má síðan horfa á hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -