Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Hlaðvarp um innbrot ráðherra það vinsælasta á landinu: „Eftir fundinn fer Valdi og kærir pabba“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi fyrst frá þá hafa ríkt harðar fjölskyldudeilur í Dalabyggð vegna umsvifa og gjörða Daða Einarssonar og sonar hans, Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra. Deilt er um jörðina Lambeyrar sem var í eigu átta systkina, afkomenda Einars Valdimars Ólafssonar.

Skúli Einarsson, bróðir Daða, er eitt syskinanna sem leystu til sín jörðina. Eftir að deilur hafa staðið árum saman ákváðu dætur hans að grípa til þess örþrifaráðs að stofna hlaðvarp til þess að lýsa sinni hlið á málinu. Nafn hlaðvarpsins er Lömbin þagna ekki. Systurnar þrjár rekja þar atburðarás sem er vægt sagt mögnuð og hlaðin ógnarviðburðum og áhugaleysi yfirvalda. Lýst er innbroti Ásmundar Einars í íbúðarhús á jörðinni. Þá segir frá því að hlassi af skít var sturtað við húsið og reynt að grafa vatnslagnir í sundur.

Óhætt er að segja að hlaðvarpið hafi slegið í gegn en það er vinsælasta hlaðvarpið á Íslandi í dag á Spotify. Ekki nóg með það þá hefur fyrsti þáttur hlaðvarpsins fengið yfir 15 þúsund spilanir á YouTube og þáttur tvö, sem kom út í fyrradag, tæplega fjögur þúsund hlustanir. Sem er ótrúlegt í ljósi þessi að YouTube er ekki stór vettvangur fyrir íslensk hlaðvörp. Í þætti tvö ræða systurnar meðal annars um viðbrögð fólks við hlaðvarpinu, yfirlýsingu Ásmundar um málið, slæm vinnubrögð lögreglu, innbrot Valdimars Einarssonar, föðurbróður þeirra, og rangar sakargiftir.

„Eftir fundinn fer Valdi og kærir pabba fyrir líkamsárás. Þá var sonur hans Valda á fundinum og Valdi kærir pabba fyrir að hafa ráðist á hann á fundinum þar sem allir voru og sáu að það réðst enginn á neinn. Hvert haldið að hann hafi kært þetta? Maður hefði haldið lögregluna en Valdi kærði pabba til efnahags- og viðskiptamálaráðuneytisins.“

Mannlíf mun halda áfram að fjalla um málið og hlaðvarpið á næstu vikum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -