Miðvikudagur 1. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Lögmaður Daníels:„Hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk að sitja í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögmaður manns sem sleppt var í gær eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúma fjóra mánuði án ákæru, segir slíka dvöl geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga.

Daníel Andri Einarsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði, grunaður um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolesnikova, án ákæru, hefur nú verið sleppt, samkvæmt frétt RÚV. Hann er þó enn með réttarstöðu grunaðs í málinu og sætir farbanni.

Daníel er grunaður um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolesnikova á Selfossi í lok apríl en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan, alls í átján vikur en það er langt umfram það sem lög leyfa almennt, nema ákæra sé birt. Hefur hann neitað sök í málinu og segist telja að Sofia hafi látist vegna ofskammts af fíkniefnum. Héraðsdómur Suðurlands féllst á beiðni lögreglunnar um að Daníel yrði úrskurðaður í farbann.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Daníels sagðist í samtali við Mannlíf ánægður að skjólstæðingur hans sé loksins laus úr gæsluvarðhaldinu. „Ég fagna því að lögreglan á Suðurlandi skuli loksins átta sig á því að það er engin lagaskilyrði til að halda skjólstæðingi mínum áfram í gæsluvarðhaldi, þótt fyrr hefði verið.“

Aðspurður um líðan Daníels eftir gæsluvarðhaldsdvölina sagði Vilhjálmur: „Eðli málsins samkvæmt þá hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir fólk að sitja í gæsluvarðhaldi í meira en fjóra mánuði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -