Þriðjudagur 25. janúar, 2022
3.8 C
Reykjavik

SÖFNUN – Óskar með ólæknandi sjúkdóm: „Þessi hjón hafa skipt okkar litla samfélagi miklu máli“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Óskar Gústaf Ingjaldur Ólafsson glímir við ólæknandi krabbamein og er kominn í líknandi meðferð. Það reynir því mikið á eiginkonu hans, Ágústu Sverrisdóttur, og 4 ára gamlan son þeirra á Eyrarbakka.
Nágrannar þeirra og vinir á Eyrarbakka hafa hrundið af stað söfnun fyrir litlu fjölskylduna. Í hlýlegri færslu Jónínu Eirnýjar Sigurðardóttur, sem er ein þeirra sem vekur athygli á söfnuninni, er raunum þeirra lýst:
„Einhverjir vita af raunum þessara litlu fjölskyldu en ekki allir, þessi yndislega fjölskylda býr hérna á Eyrarbakka. Óskar greindist með krabbamein í ristlinum sem hafði einnig dreift sér í lifrina. Núna í byrjun árs fór hann í geislameðferð og svo lyfjameðferð ásamt því að meinið í lifrinni var skorið í burtu. Til stóð að hann færi svo í seinni aðgerðina, að láta skera í burtu meinið í ristlinum í sumar, en það tafðist. Í lok ágúst hneig Óskar niður og varð meðvitundarlaus í smá tíma. Var fluttur með sjúkrabíl í Rvk. og kom í ljós að hann var með risastóra blóðtappa í báðum lungum og út frá lungum,“ segir Jónína:
„Það var gerð áhættusöm aðgerð þar sem hann var þræddur og tapparnir sóttir handvirkt.
Það gekk vel og hann hefur verið á blóðþynningu síðan. Þetta átti að tefja seinni skurðaðgerðina enn meira, eða um 3 mánuði. Hins vegar kom í ljós í lok september að það hefði fundist krabbamein í eitlum sem var því miður ekki skurðtækt… svo að núna er lyfjameðferðin líknandi og krabbameinið ólæknandi.“
Nágrannar og vinir vilja því hjálpa Ágúst og Óskari á þessum erfiðu tímum. „Svo okkur datt í hug að setja af stað söfnun því þau ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af peningum ofan á allt hitt. Þessi hjón hafa skipt okkar litla samfélagi á ströndinni miklu máli og því gott að geta hjálpað þeim á þessum erfiðu tímum þeirra. Viljum við biðja ykkur sem geta veitt aðstoð að hafa þau í huga. Margt smátt gerir eitt stórt“, segir Jónína.
Þeir sem vilja aðstoða litlu fjölskylduna á þessum erfiðu tímu geta gert það á bankareikninginn hér fyrir neðan:
Reikningur: 0325-26-000203
Kennitala: 190688-2089

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -