Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Stærri skjálftar og eldgos í kortunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búast má við að jarðskjálftar muni halda áfram næstu daga og möguleiki á eldgosi er til staðar samkvæmt sérfræðingum.

Íslendingar fengu vel að finna fyrir jarðskjálftum á suðvesturhorni landsins í gær og mældust þrír stærstu skjálftarnir frá 4,6 til 4,8 á stærð. Búast má við að þeir haldi áfram næstu daga og segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi í gær að einhver kvika sé að nálgast yfirborðið. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt.

Benedikt taldi einnig að von væri á stærri skjálftum og gætu þeir náð 6,3 að stærð.

Þórhallur Ragnarsson, jarðfræðingur, sem Mannlíf ræddi við í gær tók undir þessi sjónarmið. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvort það sé að hefjast gos. En miðað við að atburðarrás fyrri gosa á þessu svæði, árin 2021 og 2022, er keimlík því sem er að gerast núna, þá er líklegra en ekki að þetta endi með gosi.“ segir Þórhallur.

Minni jarðskjálftavirkni var seinustu nótt og segja sérfræðingar að slíkt geti gefið vísbendingar um að eldgos sé handan við hornið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -