Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Starfsfólk og verktakar HS veitna unnu þrekvirki í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Starfsmenn HS Orku og verktakar eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn,“ segir í færslu frá félaginu á samskiptamiðlinum Facebook.

Um það vil 20 manns unnu í alla nótt við að koma heitu vatni aftur á Suðurnesjum.

Þá segir að unnið hafi verið við báða enda lagnarinnar næturlangt og að bjartsýni ríki um að hægt verði að hleypa heitu vatni á hana þegar á líður á daginn eða kvöldið.

Verkið hefur tekið töluvert lengri tíma en áætlað var en orsökin er meðal annars tíminn sem tók að tæma lögnina. En gripið var til þess ráðs að gata æðina til að flýta fyrir. Þá hafi fimbulkuldi og erfitt aðgengi við hraunjaðarinn tafið fyrir. Frostið fór mest niður í 14 gráður.

„Rekstur orkuveranna á Reykjanesi hefur haldist stöðugur í gegnum umbrotin sem hófust í gærmorgun,“ segir í færslunni.

Auk HS Orku sem vinna að tengingu hjáveitunnar eru HD tæknilausnir og Stálsmiðjan. Fyrirtækið Framtak sér um smíði tenginganna og verktakafyrirtækið Ellert Skúlason sinnir jarðvegsvinnu.

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá færslu HS orku í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -