Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Tveir Pallar vöknuðu einir í heiminum á laugardaginn – Sváfu af sér rýmingu Grindavíkurbæjar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar Grindavíkurbær var rýmdur aðfaranótt laugardagsins urðu tveir menn eftir. Lögreglan sparkar ekki upp hurðum nema ástæða sé til að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Ríkisútvarpið segir frá því að annar mannanna sé íbúi í Grindavík en að hinn hafi gist einn á hótelherbergi. Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, Bjarney Annelsdóttir segir lögreglu hafa orðið vör við mennina á laugardagsmorgun en rýmingu lauk um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags.

Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, er rýmingaraðgerð líkt og þessi afar umfangsmikil.

„Við auðvitað spörkum ekki upp hurðum. Þannig að þetta getur gerst í svona aðgerð. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það. Við brjótum okkur ekki leið inn í eignir ef það er ekki ástæða til. Þannig að þetta er eitthvað sem getur gerst.“

Fram kemur í frétt RÚV að Úlfar segi atvikið ekki hafa valdið neinum vandræðum. Aðspurður hvernig þetta hafi uppgötvast svaraði Úlfar: „Ég geri ráð fyrir að þeir hafi gefið sig fram en við höfum ekki verið með augun á akkúrat þessu í stóra samhenginu.“

Segist Úlfar gera ráð fyrir að mennirnir hafi sofið afar fast en hann telur ólíklegt að fleiri hafi orðið eftir. „Ég hef engar upplýsingar um það og tel það mjög ólíklegt.“

- Auglýsing -

Spurður hvort mennirnir sé farnir frá Grindavík og komnir í skjól sagði Úlfar: „Já já það er langt síðan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -