Fimmtudagur 28. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Vill innanlandsflugvöll í Keflavík og hraðlest til Reykjavíkur: „Ætti ekki að vera mjög flókið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sagnfræðingur stingur upp á Reykjavíkurflugvöllur verði færður til Keflavíkur og hraðlest komið á laggirnar á milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur nú bæst í hóp þeirra sem tjá sig um Reykjavíkurflugvöll en það áratuga gamla þrætuepli er enn og aftur á milli tannanna á fólki. Ástæðan er sú krafa Isavia að höggva skuli um þriðjung trjáa Öskjuhlíðar, í nafni flugöryggis.

„Miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem nú kemur um Keflavíkurflugvöll og færi með lestinni gæti þetta borgað sig tiltölulega fljótlega.“ Bætti Guðjón við að þetta yrði einnig hagstætt fyrir fólk utan af landi sem ætti leið til útlanda því það myndi fljúga beint á Keflavíkurflugvelli og svo áfram með millilandaflugi.

En hvað með sjúkraflugin?

„Vanda hinna sjúku mætti leysa með fullkominni bráðamóttöku í Sjúkrahúsi Keflavíkur sem mundi létta á bráðamóttökunni í Reykjavík,“ skrifaði Guðjón og sagði einnig að með því að færa flugvöllinn myndu skapast „verðmætar byggingalóðir í hjarta Reykjavíkur, þar sem hagkvæmt er að byggja vegna allra lagna og styrkja mjög Miðborgina og háskólasvæðið“.

Færsluna má lesa hér að neðan:

- Auglýsing -

„Nú er Reykjavíkurflugvöllur enn einu sinni kominn á dagskrá vegna kröfu Ísavía um að eyðileggja hluta útivistarsvæðisins í Öskjuhlið. Min skoðun er sú og hefur lengi verið að flytja ætti innanlandsflugið á Keflavíkurflugvöll og bæta um leið samgöngur milli hans og höfuðborgarsvæðsins, til dæmis með hraðlest sem ætti ekki að vera mjög flókið að leggja því landið er tiltölulega slétt þarna á milli. Miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem nú kemur um Keflavíkurflugvöll og færi með lestinni gæti þetta borgað sig tiltölulega fljótlega. Þetta væri líka mjög til hagræðis fyrir fólk utan af landi sem er á leið til útlanda, það flygi beint á Keflavíkurflugvöll og þaðan áfram með millilandaflugi. Menn setja fyrir sig varaflugvöll og sjúkraflug. Varaflugvöll tel ég að ætti að gera einhvers staðar á Suðurlandsundirlendinu sem gæti líka að einhverju leyti þjónað vaxandi byggð á Suðurlandi og öllum þeim fjölda ferðamanna sem þangað leita. Vanda hinna sjúku mætti leysa með fullkominni bráðamóttöku í Sjúkrahúsi Keflavíkur sem mundi létta á bráðamóttökunni í Reykjavík. Síðast en ekki síst mundi með niðurleggingu Reykjavíkurflugvallar, sem tekur yfir ógnarstórt flæmi, skapast verðmætar byggingalóðir í hjarta Reykjavíkur, þar sem hagkvæmt er að byggja vegna allra lagna og styrkja mjög Miðborgina og háskólasvæðið. Vegagerð þar mundi líka létta á umferð um Miklubraut og Sæbraut úr Vesturbæ og af Seltjarnarnesi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -