Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Kári hljóp á sig – Fór með rangar smittölur í viðtali

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hljóp á sig í morgun þegar hann var í útvarpsviðtali. Þar fullyrti hann að í gær hefðu 75 manns greinst með kórónuveiruna. Síðar kom í ljós að forstjórinn hafði rangt fyrir sér.

Vaninn er að fulltrúar almannavarnateymisins gefi út smittölurnar fyrir hádegi en Kári gat greinilega ekki setið á sér á Sprengisandi í morgun. Vandinn er sá að hann var augljóslega ekki með rétta tölur í farteskinu.

Morgunblaðið birti fljótlega frétt upp úr viðtalinu þar sem hin ranga smittala, 75 smitaðir, var tilgreind í fyrirsögn. Eftir að hinar opinberu tölur höfðu verið gefnar út á covid.is fór Vísir fram með frétt þar sem talan lækkaði niður í 60 smitaða.

Ólíkar tölur birtist í fjölmiðlum þennan morguninn. Morgunblaðið fór eftir tölum Kára en Vísir leitaði á covid.is

Morgunblaðið uppfærði síðar fréttina sína í samræmi við opinberar tölur. Í útvarpsviðtalinu sagði Kári einnig að tölurnar gefi til kynna að faraldurinn sé mögulega í rénum. Alls greind­ust 60 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær. Af þeim fjölda voru 46 í sótt­kví og 24 utan sótt­kví­ar. Enn liggja þrír á gjörgæslu en samtals eru 25 manns sem liggja á spítala með Covid-19.

Uppfært kl. 14:45

Kári hafði samband við Mannlíf og benti á að hann hefði stuðst við tölur frá Landspítalanum en þar hafi verið gerð þau mistök að sendar voru uppsafnaðar tölur fyrir síðustu tvo daga. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -