Mánudagur 16. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Kristinn sat orðlaus á blaðamannafundinum – „Réttarfarslegur skandall“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og félagi Julian Assange, segir rannsókn á meintu kynferðisbrotamáli Assange vera „réttarfarslegan skandal.

Greint var frá því á blaðamannafundi í hádeginu að rannsókn á nauðgun, sem Julian Assange er sagður hafa gerst sek­ur um í Stokk­hólmi árið 2010, hafi verið látin niður falla.

Kristinn segir frá því í Facbook-færslu að hann hafi setið orðlaus á blaðamannafundinum.

„Ég sat áðan orðlaus yfir blaðamannafundi frá sænska saksóknaranum sem ákvað nú að fella niður rannsókn á meintu kynferðisbrotamáli Julian Assange. Þetta er sum sé í þriðja sinn sem málið er fellt niður. Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu,“ skrifaði hann meðal annars.

„Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall,“ bætti hann við. 

Kristinn segir að þegar upp er staðið snúist málið um ákæru Bandaríkjaforseta gegn Assange þar sem krafist er 175 ára fangelsis vegna leka á trúnaðargögnum. Hann segir það mál vera „árás á lýðræðið“.

- Auglýsing -

„Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda. Málið gegn Assange er byggt á njósnalöggjöfinni bandaírsku sem aldrei áður hefur verið misbeitt gegn blaðamanni. Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.

Færslu Kristins má lesa hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Sjá einnig: Rannsókn á máli Julian Assange í Svíþjóð látin niður falla

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -