Sunnudagur 8. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Meðan ekki er hægt að leggja fram skýr gögn um saknæmt athæfi þá heita málin mannshvörf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannshvörf valda bæði óhug og samkennd meðal íslensku þjóðarinnar, enda íbúar fáir, sambýlið þétt og allir þekkja alla eða tengjast. Okkur finnst óhugnanlegt að einstaklingur geti horfið eins og jörðin hafi gleypt hann án nokkurrar skýringar. Hin óleysta gáta um hvað gerðist, hvers vegna og hvernig veldur ættingjum og vinum hugarangri og umræðan um mannshvörf og þá einstaklinga sem horfnir eru lifa lengi með fólki og leita ítrekað upp í umræðu og umfjöllun. Sumir lögreglumenn telja fulla þörf á að stofna „cold case“ deild, sem meðal annars gæti skoðað eldri mannshvörf.

Mannlíf fjallar um tíu mannshvörf frá árinu 1945. Til viðbótar er fjallað um eitt mál þar sem Íslendingur sneri heim eftir að hafa verið talinn látinn í 12 ár.

210 manns skráðir horfnir

Kennslanefnd heldur skrá yfir óupplýst mannshvörf, í henni eru nöfn 120 einstaklinga, sem horfið hafa frá árinu 1945 og teljast enn týndir, 1 kona og 119 karlar. Skráin er fyrsta heildstæða skrá yfir mannshvörf á Íslandi en töluverð vinna liggur að baki hennar. Í ársskýrslunni eru nöfn einstaklinga ekki birt, en upplýsingar eru birtar um árið sem viðkomandi hvarf og aldur hans þegar hann hvarf, kyn, ríkisfang, hvort hvarfið var á sjó eða landi og hvar talið er að viðkomandi hafi horfið, til dæmis í Reykjavík eða Skjálfandaflóa. Á skránni frá 1945 eru 65 mannshvörf á sjó, 10 einstaklingar sem hafa horfið hér á landi eru með erlent ríkisfang, og staðsetning þriggja mannshvarfa er skráð óljós. Þrír einstaklingar eru á lista yfir fólk sem hefur horfið erlendis á þessari öld, auk nokkurra eldri mála sem flest eru tengt sjóslysum, það yngsta frá árinu 1991, að sögn Runólfs. „Jón Þröstur Jónsson sem hvarf í Dublin á Írlandi í fyrra er kominn í skrána. Við höldum sérstaklega utan um mannshvörf erlendis. Fjöldi horfinna einstaklinga fer eftir hvaða tíma við miðum við, við höldum utan um horfinna manna skrá og á henni eru, frá upphafi skráningar, 210 manns,“ segir Runólfur. „Frá árinu 1945 eru þeir 120, í málunum sem eru eldri er kominn ákveðinn ómöguleiki í að staðfesta einhver kennsl.“

Sjá einnig: 120 mannshvörf á Íslandi síðan 1945

Saknæmt athæfi skoðað í örfáum málum

- Auglýsing -

Af þeim 120 mannshvörfum frá 1945 sem eru á skrá kennslanefndar eru einungis örfá mál þar sem rannsakað var hvort saknæmt afhæfi hafi átt sér stað. „Það fór talsverð vinna í mál Valgeirs Víðissonar og einnig Guðmundar- og Geirfinnsmálið, sem eru þau mál sem hafa einnig vakið mesta athygli. Meðan ekki er hægt að leggja fram skýr gögn um saknæmt athæfi þá heita málin mannshvörf,“ segir Runólfur.

Mannshvörf á horfinna manna skrá

Hér fyrir neðan má sjá tvö af þeim tíu mannhvarfsmálum sem Mannlíf fjallar, þessir einstaklingar eru á horfinna manna skrá.

Guðmundur og Geirfinnur
Jón Þröstur

Nánar er fjallað um mannshvörf í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -