2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Norðlendingar fá leifar af hitabylgjunni í Evrópu

Svæsin hitabylgja hefur gengið yfir Evrópu undanfarna daga og hafa hitametin fallið víða. Angi hitabylgjunnar mun teygja sig til Íslands um helgina.

Hitinn í París mældis 42,6 gráður í gær sem það það heitasta frá upphafi mælinga. Í Belgíu mældist hitinn mest 41,8 gráður, 41,5 gráður í Þýskalandi, 40,8 gráður í Lúxemborg og 40,7 gráður í Hollandi. Í öllum tilvikum er um hitamet að ræða. Í Bretlandi fór hitinn upp í 38,1 gráðu sem er það hæsta sem mælst hefur í júlímánuði.

Nokkur viðbúnaður var í öllum þessum löndum. Í Frakklandi létust fimm manns af völdum hitans, í Þýskalandi hafa vötn og ár þurrkast upp og í Hollandi létust hundruð svína eftir að loftræsting gaf sig í stíu þeirra.

AUGLÝSING


Þetta er önnur hitabygjan sem gengur yfir Evrópu í sumar, en í júní féllu hitamet í Frakklandi, Tékklandi, Slóvakíu,Austurríki, Andorra, Lúxemborg, Póllandi og Þýskalandi. Þótt hitabylgjur séu langt í frá nýtt fyrirbæri þá eru loftlagsbreytingar sagðar gera hitabylgjur bæði tíðari og öfgakenndri.

Leifar hitabylgjunnar munu ná alla leið til Íslands en það eru fyrst og fremst Norðlendingar sem munu njóta góðs af. Þar er spáð um og yfir 21 stigs hita á sunnudaginn. Á Suður- og Suðvesturlandi verður þungbúið og nokkur strekkingur. Haft er eftir Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi, í Morgunblaðinu að afar óvenjulegt sé að heitt loft sunnan úr höfum nái alla leið til Íslands. Reyndar gott betur því heita loftið mun ná alla leið til Grænlands og valda að líkindum mikilli bráðnun á Grænlandsjökli.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is