Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Persónuvernd skoðar samskipti hins opinbera við Íslenska erfðagreiningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Persónuvernd hefur hafið athugun á samskiptum hins opinbera við Íslenska erfðagreiningu, ÍE, í vegna covid-19. Stofnuninn segir tilganginn góðan en komast þurfi að því hvernig farið hefur verið með heilbrigðisuppllýsingar í faraldrinum.
Samkvæmt RÚV er um frumkvæðisathugun Persónuverndar að ræða. Til athugunar verða samskipti Landspítala, Embættis Landlæknis og sóttvarnarlæknis við fyrirtækið. Skoðunin nær ekki til starfsemi ÍE og því hefur ekki verið sent erindi þangað.
ÍE hefur leikið mikilvægt og stórt hlutverk í baráttunni við Covid-19. Þannig hefur fyrirtækið  til dæmis skipulagt skimanir til að yfirvöld geti betur áttað sig á útbreiðslu faraldursins og staðið fyrir mótefnamælingu.
Ekki voru allir á eitt sáttir með aðkomu ÍE í byrjun faraldursins þegar fyrirtækið bauðst til aðstoða við skimun fyrir veirunni. Persónuvernd hefur gefið stofnunum frest til byrjun næsta mánaðar til svara. Helga Þórisdóttir segir eina kvörtun hafa borist vegna meðferðar persónuupplýsingar við skimanir í kórónuveirufaraldrinum.
Helga Þórisdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -