Föstudagur 12. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Ríkisstjórnin sögð bera ábyrgð á komu bresku veirunnar: „Enn og aftur eru það landamærin“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Breskt afbrigði COVID hefur greinst hér á landi á landamærum. Bretar telja þetta afbrigði ástæðu þess útbreiðsla sé hröð þar í landi. RÚV greinir frá þessu.

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, segir þetta enn eitt dæmið um að ríkisstjórnin setji þjóðina í hættu með því að fara ekki eftir tilmælum. „Enn og aftur eru það landamærin. Það er fullkomlega ábyrgðarlaust af heilbrigðisráðherra og ríkisstjórninni allri að fara ekki eftir tilmælum sóttvarnarlæknis í miðjum heimsfaraldri, faraldri sem í nánast öllum nágrannalöndum okkar er á uppleið er að sýkja æ fleiri og draga æ fleiri til dauða,“ segir Þór.

Hann endurtekur svo eigin færslu frá föstudaginn, sem að eigin sögn var prýðilega orðuð. „„Að bera dauðann í sér“ var stundum sagt um ákveðna atburði eða atvik hér í gamla daga. Hér er eitt nýmóðins. Það koma fjórtán flug til landsins frá mánudegi til fimmtudags í þessari viku og engin veit hversu margir af þeim sem koma fara í tvöfalda skimun eða 14 daga sóttkví, því það er valkvætt. Það er óþolandi að búa við það að hafa heilbrigðisráðherra og heila ríkisstjórn sem fer ekki eftir tilmælum sóttvarnarlæknis í miðjum heimsfaraldri og það er lífshættulegt fyrir landsmenn,“ sagði Þór þá og hélt áfram:

„Það er vonandi að þessum ráðherrum og stuðningsmönnum þeirra á Alþingi verði komið fyrir þar tilhlýðileg réttarúrræði þegar ítarleg rannsókn á Kóvid ábyrgðinni hefur verið framkvæmd að loknum næstu Alþingis kosningum. Ráðamenn eru með þessu að gefa grænt ljós á enn stærri næastu bylgju og að efnahagslífið og daglegt líf fólks verði ennþá niðurnjörvað fram í mars að minnsta kosti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -