Sunnudagur 5. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Sigmundur segir engan óhultan fyrir skaðlegum áhrifum pólitísks réttrúnaðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir áhrif póli­tísks rétt­trúnaðar vera skaðleg samfélaginu. Nú sé í gangi ný menn­ing­ar­bylt­ing­ sem ýti undir kynþáttahyggju og fel­i í sér endurskoðun sögunnar, fórnarlambsmenningu og samfélagslegar aftökur.

„Nú þarf að standa vörð um grunn­gildi vest­rænn­ar siðmenn­ing­ar. Þau gildi sem skilað hafa sam­fé­lög­um meiri ár­angri en nokkuð annað í mann­kyns­sög­unni. Þar ber hæst hug­sjón­ina um að all­ir skuli telj­ast jafn­rétt­há­ir óháð lík­am­leg­um ein­kenn­um … Byggj­um áfram á því besta sem síðustu árþúsund hafa skilað okk­ur en köst­um því ekki á glæ til að þókn­ast þversagna­kennd­um og göln­um tíðaranda sum­ars­ins 2020,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, undir yfirskriftinni Sumarið 2020 og nýja menningarbyltingin.

Í greininni fjallar Sigmundur Davíð um skaðleg áhrif póli­tísks rétt­trúnaðar, sem virðast tröllríða öllu á Vesturlöndum að mati formannsins. Tilefni skrifanna virðist meðal annars vera barátta hreyfingarinnar Black Lives Matter gegn ofbeldi stjórnvalda og lögreglu á svörtu fólki í Bandaríkjunum, en hreyfingin hefur sérstaklega látið til sín taka eftir að morð lögreglu á George Floyd í Minneapolis náðist á myndband og var dreift á samfélagsmiðlum í lok maí á þessu ári.

Virðist Sigmundur Davíð telja að hreyfingin endurveki kynþáttahyggju og sé hluti af nýrri menningarbyltingu sem beri m.a. með sér öll ein­kenni öfga­trú­ar, „þ.m.t. at­hafn­ir sem fólki er ætlað að und­ir­gang­ast til að sanna und­ir­gefni sína gagn­vart rétt­trúnaðinum“.

„Menn­ing­ar­bylt­ing Vest­ur­landa er byggð á því sem kallað hef­ur verið fórn­ar­lamba­menn­ing. Til­hneig­ingu til að skipa fólki í hópa sem njóta mis­mik­illa rétt­inda eft­ir því hversu hátt þeir skora á óform­leg­um fórn­ar­lambaskala,“ skrifar Sigmundur Davíð meðal annars í grein sinni.

Þótt leiðtog­ar nýju menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar hafi ekki vald til að taka fólk af lífi séu þó af­tök­ur eitt helsta ein­kenni hreyf­ing­ar­inn­ar, það er að segja sam­fé­lags­leg­ar af­tök­ur, bendir hann á. All­ir sem fjalli á gagn­rýn­inn hátt um at­b­urðarás­ina geti átt von á að verða „tekn­ir af lífi“ á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum. Þar sé eng­inn óhult­ur. Meira þeir sem taki þátt í henni geti vænst þess að verða skotmörk síðar meir. „Bylt­ing­in étur börn­in sín“. Til viðbót­ar við rit­skoðun sam­tímaum­ræðu felist mik­il­væg­ur þátt­ur menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar síðan í því að end­ur­skrifa sög­una. Þar sé ekkert óhult, hvorki sígildar kvikmyndir né söguleg minnismerki.

- Auglýsing -

Telur Sigmundur Davíð tímabært að spyrna við fótum og standa vörð um grunn­gildi vest­rænn­ar siðmenn­ing­ar. Gildin sem skilað hafa sam­fé­lög­um meiri ár­angri en nokkuð annað í mann­kyns­sög­unni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -