• Orðrómur

Umdeildur grínisti á leið til Íslands: „Eruð þið að fokking grínast?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tilvonandi koma bandaríska grínistans T.J. Miller til Íslands í maí á næsta ári þykir víða umdeild. Íþróttakonan og áhrifavaldurinn Edda Falak er á meðal þeirra netverja sem telur ósmekklegt að grínarinn haldi sýningu hér á landi í ljósi nýrrar MeToo bylgju. Edda úthúðar fyrirtækinu Senu Live á Instagram-aðgangi sínum.

„Eruð þið að fokking grínast?“ spyr Edda í Story á Instagram og merkir Senu Live í færslu sinni.

Í tilkynningu frá Senu Live segir að sé „sérstaklega ánægjulegt að [Miller] skuli stíga aftur á svið og koma fram í eigin persónu um alla Evrópu á næsta ári.“
Þá er bætt við: „Við erum heppin að Ísland sé partur af túrnum og ljóst að ógleymanlegt kvöld er í vændum laugardaginn 7. maí í Háskólabíói.“

- Auglýsing -

Miller þekkja eflaust margir úr gamanmyndunum She’s Out of My League, Deadpool 1 & 2, The Emoji Movie og Big Hero 6 ásamt þáttunum Silicon Valley. Miller hefur ítrekað verið sakaður um brjóta gegn og áreita konur. Á meðal dæma var hann sagður hafa brotið kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington rétt upp úr aldamótunum. Þegar #MeToo bylgjan fór fyrst af stað var grínarinn sakaður um að kyrkja fyrrverandi kærustu sína og kýla hana í andlitið meðan þau stunduðu kynmök.

Þá var hann kærður árið 2018 fyrir að hafa hrópað að sprengja væri um borð í lest sem hann ferðaðist með. Atvikið átti sér stað í lest frá félaginu Amtrak á leiðinni frá Washington DC til New York. Miller var handtekinn í New York en síðar fundinn laus gegn tryggingu.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -