• Orðrómur

VERÐKÖNNUN – Munur á verði í náttúrulaugar nemur allt að 799 prósent

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Að þessu sinni kannaði Mannlíf hvað kostar að bregða sér í náttúrulaugar víðs vegar um landið. Skoðað var verð á níu laugum, af öllum stærðum og gerðum. Það ber að hafa í huga, að laugarnar eru ekki á nokkurn hátt eins, hvorki að stærð né aðstöðulega séð. Hver laug er sérstök á sinn hátt og var einungis verið að bera saman verðið með aðgang að hverri laug fyrir sig í huga. Dagurinn sem notaður var þegar verið var að skoða bókunarverðið var laugardagurinn 3. júlí.

Niðurstöður

Fullorðinsaðgangur: Hæsta verðið reyndist vera hjá Bláa lóninu og lægsta verðið hjá Hoffelli í Hornafirði. Munar 799 prósent á verðinu.

- Auglýsing -

Barna/unglingaaðgangur: Hæsta verðið reyndist vera hjá Bláa lóninu og lægsta verðið hjá Hoffelli í Hornafirði. Munar 799 prósent á verðinu.

Barnaaðgangur: Börn á vissu aldursbili fengu öll frítt nema á einum stað, Kraumu en þar greiða þau 300 krónur.

Eldri borgarar og öryrkjar: Bláa lónið og Sky lagoon voru með hæstu verðin en Hoffell í Hornafirði með það lægsta. Munar 599 prósent á verðinu.

- Auglýsing -

Þessar laugar gefa eldri borgurum og öryrkjum engan afslátt:  Sky lagoon og Hoffell Hornafirði.

Bláa lónið er með flæðandi verð sem þýðir að aðgangurinn getur kostað 6.990 til 8.990 krónur. Ef aðsókn er mikil hækkar verðið samfara því. Sky lagoon leyfir ekki börn undir 12 ára aldri í lóninu.

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum :

- Auglýsing -

 

StaðurFullorðinnBörn/unglingarBörnEldri borgararÖryrkjar
Jarðböðin við Mývatn57002700 (unglingar)Frítt37003700
Krauma45002250 (13-16)30045004500
Bláa lónið89908990Frítt  (2 – 13)69906990
Sky logoon69904995 (12-14)XXXXXXXXX69906990
Vök Egilsstöðum55001900 (6-16)Frítt (0-5)32003200
Sjóböðin Húsavík49002200 (6-16)Frítt (0-5)31003100
Secret lagoon30003000Frítt (0-14)22002200
Hoffell Hornafirði10001000Frítt (0-8)10001000
Fontana Laugavatni39502000 (13 -16)Frítt(0-12)20002000

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -