Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Vilja afsökunarbeiðni frá RÚV

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarfélagið Samherji segir frá því á vef sínum að félagið hafi sent erindi til stjórnar Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóra. Í erindi sínu krefst Samherji þess að fá afsökunarbeiðni vegna „meiðandi“ fréttaflutnings RÚV um viðskipti Samherja í Namibíu.

Málið snýst um frétt sem var flutt í síðari sjónvarpsfréttatíma RÚV fimmtudaginn 13. febrúar. „Í erindinu krefst Samherji afsökunarbeiðni og leiðréttingar á meiðandi fréttaflutningi,“ segir á vef Samherja.

„Í umræddri frétt, sem fjallaði um þróunaraðstoð, var fullyrt að Samherja hefði tekist að afla sér kvóta í Namibíu með því að múta embættismönnum og að heimamenn hafi því ekki notið þeirrar þróunaraðstoðar sem Íslendingar hefðu veitt þeim á árum áður. Í erindi Samherja kemur fram að fullyrðing í fréttinni eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin,“ segir í greininni á vef Samherja. Þá segir einnig að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir rangfærslur hefði Samherja hefði verið gefinn kostur á svara.

Í erindi Samherja til RÚV eru gerðar athugasemdir við fréttina og þess krafist að Samherji fái afsökunarbeiðni.

Hér má sjá erindi Samherja til RÚV sem var sent í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -