Fimmtudagur 2. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Britney dansar af lífi og sál – Eitthvað í vændum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Britney Spears, söngkonan ástsæla er greinilega í góðum gír þessa dagana og í toppformi.

Hún sló í gegn síðastliðinn miðvikudag á Instagram þegar hún dansaði, í rauðum samfesting eða sundbol og háum hælum eins og henni einni er lagið. Þannig sagði hún 39,9 milljón fylgendum sínum á miðlinum að þetta væri kitla fyrir það sem koma skyldi. Undir hljómaði lagið hennar „Get naked“ af plötunni Blackout sem kom út árið 2007.

Britney hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu ár vegna föður hennar en hún endurheimti nýlega sjálfræði sitt, sem hann fór áður með. Þar með hefur Britney verið úrskurðuð hæf til að geta tekið ákvarðanir fyrir sjálfa sig um eigið líf. Britney er reið vegna aðgerðaleysis hinna meðlima fjölskyldunnar og vill fara í mál við þau.

Þegar faðir hennar fór með forræði yfir henni var Britney meðal annars neydd til þess að taka getnaðarvarnir gegn eigin vilja. Hún þurfti einnig að vinna og sitja fundi í tíu klukkustundir á dag, alla daga vikunnar, til þess eins að mega hitta börnin sín og kærasta. Hún fékk enga frídaga að eigin sögn. Britney bætti því við að faðir hennar hafi haft gaman af því að stjórnast með hana eins og hann lysti, þótt hann vissi að margt af því væri gegn vilja hennar.

Unnusti Britney, hinn 26 ára gamli Sam Asghari, hefur staðið þétt við bakið á henni á þeim sjö árum sem þau hafa verið saman. Síðastliðinn miðvikudag talaði Sam í beinni útsendingu á Amazon um Valentínusargjafir og að verðið á gjöfunum endurspegli ekki hversu heitt þú elskir makann þinn. Hann stakk líka upp á nokkrum gjafahugmyndum fyrir hlustendur.

Í nóvember síðastliðnum opinberuðu Britney og Sam trúlofun sína á Instagram og stefna þau á barneignir í komandi framtíð.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -