- Auglýsing -
Eftir því sem DV heldur fram þá er stórleikarinn og grínköggullinn Vilhelm Neto nú maður einhleypur.
Villi Neto, eins og Vilhelm er alltaf kallaður, var áður trúlofaður Katrine Gregersen Vedel, en samkvæmt DV þá dó ástin því miður.
Villi Neto hefur verið áberandi innan grínsenunnar á Íslandi um langt árabil og notið mikilla vinsælda. Hann útskrifaðist úr Copenhagen International School of Performing Arts, CISPA, furir tveimur árum. Grínsketsar Villa njóta mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og heldur hann úti síðum á Instagram, TikTok og Twitter.