Sunnudagur 13. október, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Karl III með fallega afmæliskveðju til Vilhjálms prins: Ljósmyndin sýnir ást milli sonar og föður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilhjálmur, prinsinn af Wales, fagnar fertugasta og fyrsta afmælisdegi sínum í dag. Af því tilefni sendi faðir hans, Karl III Bretakonungur kveðju með fallegri ljósmynd af þeim feðgum.

Í tilefni afmælis Vilhjálms, birti Instagram-reikningur bresku konungsfjölskyldunnar sjaldgæfa ljósmynd af þeim feðgum sem tekin var við æfingu á krýningu Karls III, í maí. Á ljósmyndinni sjást feðgarnir brosa á meðan Vilhjálmur festir hina konunglegu skykkju á föður sinn.

Falleg mynd, þannig séð.

„Þessi ljósmynd er ekki konungleg… Þessi ljósmynd sýnir ást milli sonar og föður hans…“ skrifaði einhver í athugasemd við myndina.

Í krýningarathöfninni í maír, var Vilhjálmur þess heiðurs aðnjótandi að lofa hollustu sína við konunginn með því að krjúpa á kné og fara með Lotningaorðin um konunglegt blóð.

„Ég, Vilhjálmur, prinsinn af Wales, lofa hollustu mína til yðar og trú og sannleika mun ég bera yður, eins og fylgjandi yðar lífs og lima. Svo hjálpaðu mér Guð,“ sagði hann.

Erfinginn sat nýlega fyrir á tveimur yndislegum ljósmyndum með börnum sínum þremur, þeim Georgi prins, 9 ára, Karlottu prinsessu, 8 ára og Lúðvíki prins, 5 ára, í  tilefni af feðradeginum.

Fréttin er unnin upp úr frétt ET.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -